Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fös 15. ágúst 2014 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Garðar Gunnlaugsson: Þetta er enn í okkar höndum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Garðar Gunnlaugsson, leikmaður ÍA í fyrstu deildinni, var auðvitað svekktur eftir 2-1 tap gegn HK í kvöld.

HK minnkaði forskotið á ÍA niður í tvö stig en Skagamenn sitja í öðru sæti á meðan HK er í þriðja. Axel Kári Vignisson og Guðmundur Atli Steinþórsson komu HK í tveggja marka forystu áður en Garðar minnkaði muninn en lengra komust Skagamenn ekki.

,,Þetta er frekar fúlt. Við sköpum okkur fullt af færum og mér fannst jafntefli vera sanngjarnt, alla vega," sagði Garðar við Fótbolta.net.

,,Við vissum að þeir væru þéttir fyrir og myndu sitja svolítið til baka. Okkar plan var að reyna að draga þá fram á völlinn og beita skyndisóknum. Við áttum góðar sóknir en þetta gekk ekki í dag."

,,Þetta er enn í okkar höndum og nú er bara að gíra okkur upp í næsta leik. Tindastóll gefur ekkert eins og öll lið sem koma upp á Skaga."

Garðar er kominn með 15 mörk í fyrstu deildinni í sumar en hann er langmarkahæstur, fjórum mörkum á undan næsta manni.

,,Það var planið frá byrjun að taka markakóngstitilinn. Það hefur tekist hingað til að skora, svo vonandi heldur það áfram," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner