Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 15. ágúst 2014 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Garðar Gunnlaugsson: Þetta er enn í okkar höndum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Garðar Gunnlaugsson, leikmaður ÍA í fyrstu deildinni, var auðvitað svekktur eftir 2-1 tap gegn HK í kvöld.

HK minnkaði forskotið á ÍA niður í tvö stig en Skagamenn sitja í öðru sæti á meðan HK er í þriðja. Axel Kári Vignisson og Guðmundur Atli Steinþórsson komu HK í tveggja marka forystu áður en Garðar minnkaði muninn en lengra komust Skagamenn ekki.

,,Þetta er frekar fúlt. Við sköpum okkur fullt af færum og mér fannst jafntefli vera sanngjarnt, alla vega," sagði Garðar við Fótbolta.net.

,,Við vissum að þeir væru þéttir fyrir og myndu sitja svolítið til baka. Okkar plan var að reyna að draga þá fram á völlinn og beita skyndisóknum. Við áttum góðar sóknir en þetta gekk ekki í dag."

,,Þetta er enn í okkar höndum og nú er bara að gíra okkur upp í næsta leik. Tindastóll gefur ekkert eins og öll lið sem koma upp á Skaga."

Garðar er kominn með 15 mörk í fyrstu deildinni í sumar en hann er langmarkahæstur, fjórum mörkum á undan næsta manni.

,,Það var planið frá byrjun að taka markakóngstitilinn. Það hefur tekist hingað til að skora, svo vonandi heldur það áfram," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner