Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fim 15. ágúst 2019 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Everton búið að selja Onyekuru til Mónakó (Staðfest)
Mónakó er búið að festa kaup á nígeríska framherjanum Henry Onyekuru fyrir 12,5 milljónir punda.

Onyekuru er 22 ára og var keyptur til Everton fyrir tveimur árum. Þá kostaði hann 7 milljónir punda.

Hann kom aldrei við sögu hjá Everton en gerði fína hluti að láni hjá Anderlecht og Galatasaray.

Hann á ellefu landsleiki að baki og bætist nú í gríðarlega stóran hóp sóknarmanna í leikmannahópi Mónakó.

Það verður áhugavert að fylgjast með gengi Mónakó í haust en liðið komst nálægt því að falla úr efstu deild franska boltans í vor.
Athugasemdir
banner