Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. ágúst 2020 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Vísir 
„Til skammar fyrir Barcelona" - Sjáðu mörkin tíu
Bayern skoraði átta mörk gegn Barcelona.
Bayern skoraði átta mörk gegn Barcelona.
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, var harðorður í garð Barcelona vegna frammistöðu liðsins í 8-2 tapinu gegn Bayern í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Og það skiljanlega.

Bayern varð fyrsta liðið til að skora átta mörk í útsláttarleik í Meistaradeildinni og er þetta í fyrsta sinn síðan 1951 að Barcelona tapar leik með sex mörkum.

Freyr leikgreindi leikinn í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Hann sagði: „Ég upplifði það þannig að við horfðum á vel þjálfað lið á móti liði sem er illa þjálfað, bæði taktíkst og líkamlega."

„Munurinn er alltof mikill og þetta er til skammar fyrir Barcelona. Það er í raun ótrúlega sorglegt að horfa upp á þetta þótt mér finnist stórkostlegt að sjá Bayern München spila svona góðan fótbolta. En þetta er Barcelona."

„Ég er búinn að fylgjast með fótbolta frá því ég man eftir mér. Ég hef aldrei séð Barcelona fá átta mörk á sig og ég á kannski aldrei eftir að sjá þetta aftur," sagði Hjörvar Hafliðason.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner