Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
   fim 15. ágúst 2024 23:25
Sölvi Haraldsson
Góður dagur að vera Víkingur - „Fæ mér kannski einn kaldan“
Kvenaboltinn
John er sáttur.
John er sáttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mjög ánægður. Við höfum spilað svona mjög lengi en ekki náð að koma boltanum svona oft í netið. Byrjunin var frábær og ég er mjög sáttur.“ sagði John Andrews, þjálfari Víkinga, eftir 5-1 sigur á Tindastól í Víkinni í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 Tindastóll

Byrjunin á leiknum hlýtur að hafa heillað John?

„Þær áttu langt ferðalag hingað frá Sauðakróki. Við greindum þær yfir Þróttaraleiknum og þær voru frábærar. Við hugsuðum að við þurftum að keyra á þær en ég er mjög sáttur, ég fær mér kannski einn kaldan.“

Eftir að Víkingar komust í 4-0 róaðist leikurinn niður, afhverju heldur hann að það hafi gerst?

Ef þetta hefði haldið svona áfram hefði leikurinn endað 100-0, eða 100-10. Við vorum ánægð með hvernig við stýrðum leiknum og héldum í boltann. Við skoruðum gott mark líka í lokin. Maður veit það samt að þegar maður fer 4-0 yfir í hálfleikinn að maður er ekki að fara að vinna 8 eða 9-0. Leikmennirnir í hinum liðunum eru bara það góðir og standardinn er bara það góður.

Spilaðist þessi leikur eins og Víkingsliðið átti von á?

Já hann gerði það. Við vissum að við gætum keyrt á þær og pressað þær hátt. Leikurinn fór eins og við héldum og kannski eins og þú hélst (undirritaður spáði Víkingum 4-1 sigri og að vera 3-0 yfir eftir 10 mínútur). Við vissum að þetta væri aldrei að fara að vera auðvelt. Við fáum aldrei auðvelda leiki gegn liðum sem Donni stýrir. Hann er frábær þjálfari og hefur gert frábæra hluti fyrir norðan og við óskum þeim góðs gengis í neðri hlutanum.

John er stoltur af liðinu, starfsteyminu og stjórninni. Hann segir þetta vera góður dagur að vera Víkingur.

Það sem við erum ánægð með og fólk hefur ekki tekið eftir er að við höfum bara tapað einum leik í 9 leikjum. Við erum á stórkostlegu skriði. Þetta hefur ekki verið eitt af þessum skriðum þar sem allt fellur með þér. Við höfum ekki verið það heppin í ár. Ég verð að gefa stelpunum, starfsteyminu og stjórninni stórt hrós. Við höfum ekki verið heppin. Þetta hefur verið erfitt og stelpurnar hafa barist eins og ljón á vellinum. Við erum mjög stolt. Síðan er þetta góður dagur að vera Víkingur því karlaliðið fór áfram í Evrópu í kvöld, áfram Víkingur.“ sagði John.

Nánar er rætt við John Andrews í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner