Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fim 15. ágúst 2024 23:25
Sölvi Haraldsson
Góður dagur að vera Víkingur - „Fæ mér kannski einn kaldan“
Kvenaboltinn
John er sáttur.
John er sáttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mjög ánægður. Við höfum spilað svona mjög lengi en ekki náð að koma boltanum svona oft í netið. Byrjunin var frábær og ég er mjög sáttur.“ sagði John Andrews, þjálfari Víkinga, eftir 5-1 sigur á Tindastól í Víkinni í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 Tindastóll

Byrjunin á leiknum hlýtur að hafa heillað John?

„Þær áttu langt ferðalag hingað frá Sauðakróki. Við greindum þær yfir Þróttaraleiknum og þær voru frábærar. Við hugsuðum að við þurftum að keyra á þær en ég er mjög sáttur, ég fær mér kannski einn kaldan.“

Eftir að Víkingar komust í 4-0 róaðist leikurinn niður, afhverju heldur hann að það hafi gerst?

Ef þetta hefði haldið svona áfram hefði leikurinn endað 100-0, eða 100-10. Við vorum ánægð með hvernig við stýrðum leiknum og héldum í boltann. Við skoruðum gott mark líka í lokin. Maður veit það samt að þegar maður fer 4-0 yfir í hálfleikinn að maður er ekki að fara að vinna 8 eða 9-0. Leikmennirnir í hinum liðunum eru bara það góðir og standardinn er bara það góður.

Spilaðist þessi leikur eins og Víkingsliðið átti von á?

Já hann gerði það. Við vissum að við gætum keyrt á þær og pressað þær hátt. Leikurinn fór eins og við héldum og kannski eins og þú hélst (undirritaður spáði Víkingum 4-1 sigri og að vera 3-0 yfir eftir 10 mínútur). Við vissum að þetta væri aldrei að fara að vera auðvelt. Við fáum aldrei auðvelda leiki gegn liðum sem Donni stýrir. Hann er frábær þjálfari og hefur gert frábæra hluti fyrir norðan og við óskum þeim góðs gengis í neðri hlutanum.

John er stoltur af liðinu, starfsteyminu og stjórninni. Hann segir þetta vera góður dagur að vera Víkingur.

Það sem við erum ánægð með og fólk hefur ekki tekið eftir er að við höfum bara tapað einum leik í 9 leikjum. Við erum á stórkostlegu skriði. Þetta hefur ekki verið eitt af þessum skriðum þar sem allt fellur með þér. Við höfum ekki verið það heppin í ár. Ég verð að gefa stelpunum, starfsteyminu og stjórninni stórt hrós. Við höfum ekki verið heppin. Þetta hefur verið erfitt og stelpurnar hafa barist eins og ljón á vellinum. Við erum mjög stolt. Síðan er þetta góður dagur að vera Víkingur því karlaliðið fór áfram í Evrópu í kvöld, áfram Víkingur.“ sagði John.

Nánar er rætt við John Andrews í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner