Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 15. ágúst 2024 21:53
Sverrir Örn Einarsson
Guðni: Flókið að koma til baka úr stöðunni 3-0
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson
Guðni Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það má með sanni segja að leikur Keflavíkur og FH á HS Orkuvellinum í Keflavík í kvöld hafi verið saga tveggja hálfleikja. Eftir að hafa verið 3-0 undir í hálfleik sneri FH taflinu við í þeim síðari og bar 4-3 sigur úr býtum fyrir vikið. Guðni Eiríksson þjálfari liðsins var til viðtals eftir leik og byrjaði á að fara yfir fyrri hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  4 FH

„Liðið átti sinn lang lélegasta hálfleik í sumar. Það gekk gjörsamlega ekkert upp hjá okkur og það var allt off. Við vorum því heldur betur með bakið upp við vegg í stöðunni 3-0.“

Eins slakur og fyrri hálfleikur kann að hafa verið hjá liði FH þá var allt annað upp á teningunum í þeim síðari. Hvað gekk á þar?

„Við fórum aðeins yfir hlutina. Ég tók sjaldgæfan hárblásara á þær. Þær svo svöruðu fyrir hálfleikinn þær sem voru ennþá inn á vellinum. Þessar þrjár sem komu inn á í hálfleik gerðu þetta bara virkilega vel. Stelpurnar gáfust ekki upp og það var mikill karakter. Það er flókið að koma til baka úr stöðunni 3-0 og hvað þá að vinna leikinn.“

Fyrsta mark FH í leiknum kom eftir um 10 mínútna leik í síðari hálfleik. Hversu mikilvægt var það að komast á blað svo snemma í hálfleiknum?

„Það var mjög mikilvægt. Það að við skoruðum snemma gerði það að verkum að hjarta Keflavíkur byrjaði að slá örar. Þær fóru að verða stressaðar og við náðum að herja vel á þær. Svo tók mark númer tvö og hjarta þeirra tók ennþá meiri kipp og að sama skapi jókst trúin til muna hjá okkur.“

Sigurinn gerir það að verkum að sæti FH í efri hluta deildarinnar eftir skiptingu er tryggt. Það var meginmarkmið liðsins fyrir tímabilið að sögn Guðna. Hvað tekur nú við?

„Nú þurfum við bara að setja okkur ný markmið. Við erum búin að ná þessu sem við lögðum upp með. Virkilega gott að ná að gera það, ná þessu markmiði þar sem það er alveg flókið að fara í gegnum ár tvö eftir að hafa verið nýliði. Að ná að stabilísera okkur í deildinni, það er það sem við þurfum að gera og þurftum á að halda.“

Sagði Guðni en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner