Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   fim 15. ágúst 2024 21:53
Sverrir Örn Einarsson
Guðni: Flókið að koma til baka úr stöðunni 3-0
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson
Guðni Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það má með sanni segja að leikur Keflavíkur og FH á HS Orkuvellinum í Keflavík í kvöld hafi verið saga tveggja hálfleikja. Eftir að hafa verið 3-0 undir í hálfleik sneri FH taflinu við í þeim síðari og bar 4-3 sigur úr býtum fyrir vikið. Guðni Eiríksson þjálfari liðsins var til viðtals eftir leik og byrjaði á að fara yfir fyrri hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  4 FH

„Liðið átti sinn lang lélegasta hálfleik í sumar. Það gekk gjörsamlega ekkert upp hjá okkur og það var allt off. Við vorum því heldur betur með bakið upp við vegg í stöðunni 3-0.“

Eins slakur og fyrri hálfleikur kann að hafa verið hjá liði FH þá var allt annað upp á teningunum í þeim síðari. Hvað gekk á þar?

„Við fórum aðeins yfir hlutina. Ég tók sjaldgæfan hárblásara á þær. Þær svo svöruðu fyrir hálfleikinn þær sem voru ennþá inn á vellinum. Þessar þrjár sem komu inn á í hálfleik gerðu þetta bara virkilega vel. Stelpurnar gáfust ekki upp og það var mikill karakter. Það er flókið að koma til baka úr stöðunni 3-0 og hvað þá að vinna leikinn.“

Fyrsta mark FH í leiknum kom eftir um 10 mínútna leik í síðari hálfleik. Hversu mikilvægt var það að komast á blað svo snemma í hálfleiknum?

„Það var mjög mikilvægt. Það að við skoruðum snemma gerði það að verkum að hjarta Keflavíkur byrjaði að slá örar. Þær fóru að verða stressaðar og við náðum að herja vel á þær. Svo tók mark númer tvö og hjarta þeirra tók ennþá meiri kipp og að sama skapi jókst trúin til muna hjá okkur.“

Sigurinn gerir það að verkum að sæti FH í efri hluta deildarinnar eftir skiptingu er tryggt. Það var meginmarkmið liðsins fyrir tímabilið að sögn Guðna. Hvað tekur nú við?

„Nú þurfum við bara að setja okkur ný markmið. Við erum búin að ná þessu sem við lögðum upp með. Virkilega gott að ná að gera það, ná þessu markmiði þar sem það er alveg flókið að fara í gegnum ár tvö eftir að hafa verið nýliði. Að ná að stabilísera okkur í deildinni, það er það sem við þurfum að gera og þurftum á að halda.“

Sagði Guðni en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner