Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fim 15. ágúst 2024 21:53
Sverrir Örn Einarsson
Guðni: Flókið að koma til baka úr stöðunni 3-0
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson
Guðni Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það má með sanni segja að leikur Keflavíkur og FH á HS Orkuvellinum í Keflavík í kvöld hafi verið saga tveggja hálfleikja. Eftir að hafa verið 3-0 undir í hálfleik sneri FH taflinu við í þeim síðari og bar 4-3 sigur úr býtum fyrir vikið. Guðni Eiríksson þjálfari liðsins var til viðtals eftir leik og byrjaði á að fara yfir fyrri hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  4 FH

„Liðið átti sinn lang lélegasta hálfleik í sumar. Það gekk gjörsamlega ekkert upp hjá okkur og það var allt off. Við vorum því heldur betur með bakið upp við vegg í stöðunni 3-0.“

Eins slakur og fyrri hálfleikur kann að hafa verið hjá liði FH þá var allt annað upp á teningunum í þeim síðari. Hvað gekk á þar?

„Við fórum aðeins yfir hlutina. Ég tók sjaldgæfan hárblásara á þær. Þær svo svöruðu fyrir hálfleikinn þær sem voru ennþá inn á vellinum. Þessar þrjár sem komu inn á í hálfleik gerðu þetta bara virkilega vel. Stelpurnar gáfust ekki upp og það var mikill karakter. Það er flókið að koma til baka úr stöðunni 3-0 og hvað þá að vinna leikinn.“

Fyrsta mark FH í leiknum kom eftir um 10 mínútna leik í síðari hálfleik. Hversu mikilvægt var það að komast á blað svo snemma í hálfleiknum?

„Það var mjög mikilvægt. Það að við skoruðum snemma gerði það að verkum að hjarta Keflavíkur byrjaði að slá örar. Þær fóru að verða stressaðar og við náðum að herja vel á þær. Svo tók mark númer tvö og hjarta þeirra tók ennþá meiri kipp og að sama skapi jókst trúin til muna hjá okkur.“

Sigurinn gerir það að verkum að sæti FH í efri hluta deildarinnar eftir skiptingu er tryggt. Það var meginmarkmið liðsins fyrir tímabilið að sögn Guðna. Hvað tekur nú við?

„Nú þurfum við bara að setja okkur ný markmið. Við erum búin að ná þessu sem við lögðum upp með. Virkilega gott að ná að gera það, ná þessu markmiði þar sem það er alveg flókið að fara í gegnum ár tvö eftir að hafa verið nýliði. Að ná að stabilísera okkur í deildinni, það er það sem við þurfum að gera og þurftum á að halda.“

Sagði Guðni en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner