Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fim 15. ágúst 2024 21:53
Sverrir Örn Einarsson
Guðni: Flókið að koma til baka úr stöðunni 3-0
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson
Guðni Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það má með sanni segja að leikur Keflavíkur og FH á HS Orkuvellinum í Keflavík í kvöld hafi verið saga tveggja hálfleikja. Eftir að hafa verið 3-0 undir í hálfleik sneri FH taflinu við í þeim síðari og bar 4-3 sigur úr býtum fyrir vikið. Guðni Eiríksson þjálfari liðsins var til viðtals eftir leik og byrjaði á að fara yfir fyrri hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  4 FH

„Liðið átti sinn lang lélegasta hálfleik í sumar. Það gekk gjörsamlega ekkert upp hjá okkur og það var allt off. Við vorum því heldur betur með bakið upp við vegg í stöðunni 3-0.“

Eins slakur og fyrri hálfleikur kann að hafa verið hjá liði FH þá var allt annað upp á teningunum í þeim síðari. Hvað gekk á þar?

„Við fórum aðeins yfir hlutina. Ég tók sjaldgæfan hárblásara á þær. Þær svo svöruðu fyrir hálfleikinn þær sem voru ennþá inn á vellinum. Þessar þrjár sem komu inn á í hálfleik gerðu þetta bara virkilega vel. Stelpurnar gáfust ekki upp og það var mikill karakter. Það er flókið að koma til baka úr stöðunni 3-0 og hvað þá að vinna leikinn.“

Fyrsta mark FH í leiknum kom eftir um 10 mínútna leik í síðari hálfleik. Hversu mikilvægt var það að komast á blað svo snemma í hálfleiknum?

„Það var mjög mikilvægt. Það að við skoruðum snemma gerði það að verkum að hjarta Keflavíkur byrjaði að slá örar. Þær fóru að verða stressaðar og við náðum að herja vel á þær. Svo tók mark númer tvö og hjarta þeirra tók ennþá meiri kipp og að sama skapi jókst trúin til muna hjá okkur.“

Sigurinn gerir það að verkum að sæti FH í efri hluta deildarinnar eftir skiptingu er tryggt. Það var meginmarkmið liðsins fyrir tímabilið að sögn Guðna. Hvað tekur nú við?

„Nú þurfum við bara að setja okkur ný markmið. Við erum búin að ná þessu sem við lögðum upp með. Virkilega gott að ná að gera það, ná þessu markmiði þar sem það er alveg flókið að fara í gegnum ár tvö eftir að hafa verið nýliði. Að ná að stabilísera okkur í deildinni, það er það sem við þurfum að gera og þurftum á að halda.“

Sagði Guðni en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner