Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
   fim 15. ágúst 2024 21:39
Sverrir Örn Einarsson
J. Glenn: Misstum taktinn í síðari hálfleik
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn
Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í fyrri hálfleik réðum við lögum og lofum á vellinum. En í fyrsta marki þeirra voru stór mistök dómara í aðdragandanum sem að ég tel að hafi breytt gangi leiksins. Auðvitað þurfum við að halda áfram að spila eftir slík atvik en þetta voru mikil vonbrigði með þessa ákvörðun dómara fyrir okkur.“ Sagði Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur sem horfði upp á lið sitt tapa 4-3 gegn FH fyrr í kvöld eftir að hafa leitt 3-0 í hálfleik.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  4 FH

Keflavík leiddi líkt og áður segir með þremur mörkum gegn engu þegar gengið var til búningsherbergja. Hver voru skilaboðin út í síðari hálfleikinn?

„Þetta hefur verið okkar saga. Við höfum átt góðar frammistöður og verið að skila góðum tölum. En ég hef sagt við stelpurnar, við verðum að standa í lappirnar og vinna þessa leiki sem við þurfum. En til að segja það aftur, fyrsta mark þeirra breytti leiknum.“

Þetta fyrsta mark FH sem Glenn er tíðrætt um kom snemma í síðari hálfleik. Tveggja marka forysta enn við lýði en þegar FH minnkar muninn enn frekar. Hvað fer í gegnum huga Glenn þá?

„Þetta snýst um að halda ró. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að verkinu væri ekki lokið. Við verðum að halda ró og halda áfram að spila okkar leik sama hvað gerist. Við misstum taktinn í síðari hálfleik.“

Sagði Glenn en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner