Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   fim 15. ágúst 2024 21:39
Sverrir Örn Einarsson
J. Glenn: Misstum taktinn í síðari hálfleik
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn
Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í fyrri hálfleik réðum við lögum og lofum á vellinum. En í fyrsta marki þeirra voru stór mistök dómara í aðdragandanum sem að ég tel að hafi breytt gangi leiksins. Auðvitað þurfum við að halda áfram að spila eftir slík atvik en þetta voru mikil vonbrigði með þessa ákvörðun dómara fyrir okkur.“ Sagði Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur sem horfði upp á lið sitt tapa 4-3 gegn FH fyrr í kvöld eftir að hafa leitt 3-0 í hálfleik.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  4 FH

Keflavík leiddi líkt og áður segir með þremur mörkum gegn engu þegar gengið var til búningsherbergja. Hver voru skilaboðin út í síðari hálfleikinn?

„Þetta hefur verið okkar saga. Við höfum átt góðar frammistöður og verið að skila góðum tölum. En ég hef sagt við stelpurnar, við verðum að standa í lappirnar og vinna þessa leiki sem við þurfum. En til að segja það aftur, fyrsta mark þeirra breytti leiknum.“

Þetta fyrsta mark FH sem Glenn er tíðrætt um kom snemma í síðari hálfleik. Tveggja marka forysta enn við lýði en þegar FH minnkar muninn enn frekar. Hvað fer í gegnum huga Glenn þá?

„Þetta snýst um að halda ró. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að verkinu væri ekki lokið. Við verðum að halda ró og halda áfram að spila okkar leik sama hvað gerist. Við misstum taktinn í síðari hálfleik.“

Sagði Glenn en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir