
„Í fyrri hálfleik réðum við lögum og lofum á vellinum. En í fyrsta marki þeirra voru stór mistök dómara í aðdragandanum sem að ég tel að hafi breytt gangi leiksins. Auðvitað þurfum við að halda áfram að spila eftir slík atvik en þetta voru mikil vonbrigði með þessa ákvörðun dómara fyrir okkur.“ Sagði Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur sem horfði upp á lið sitt tapa 4-3 gegn FH fyrr í kvöld eftir að hafa leitt 3-0 í hálfleik.
Lestu um leikinn: Keflavík 3 - 4 FH
Keflavík leiddi líkt og áður segir með þremur mörkum gegn engu þegar gengið var til búningsherbergja. Hver voru skilaboðin út í síðari hálfleikinn?
„Þetta hefur verið okkar saga. Við höfum átt góðar frammistöður og verið að skila góðum tölum. En ég hef sagt við stelpurnar, við verðum að standa í lappirnar og vinna þessa leiki sem við þurfum. En til að segja það aftur, fyrsta mark þeirra breytti leiknum.“
Þetta fyrsta mark FH sem Glenn er tíðrætt um kom snemma í síðari hálfleik. Tveggja marka forysta enn við lýði en þegar FH minnkar muninn enn frekar. Hvað fer í gegnum huga Glenn þá?
„Þetta snýst um að halda ró. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að verkinu væri ekki lokið. Við verðum að halda ró og halda áfram að spila okkar leik sama hvað gerist. Við misstum taktinn í síðari hálfleik.“
Sagði Glenn en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir