Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
   fim 15. ágúst 2024 23:09
Sölvi Haraldsson
Jákvæður þrátt fyrir 5-1 tap: Aldrei hægt að útskýra svona
Kvenaboltinn
Halldór Jón Sigurðsson, Donni.
Halldór Jón Sigurðsson, Donni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ömurleg byrjun en jafn leikur á miðjum vellinum. Við gerum varnarmistök sem kostaði þessi mörk að hluta til og heilt yfir frekar lélegur leikur. Þá aðallega fyrri hálfleikurinn.“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, eftir 5-1 tap gegn Víkingum í Víkinn í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 Tindastóll

Víkingar voru 4-0 yfir eftir 23 mínútur. Hvað gerðist?

Það er aldrei hægt að útskýra það. Þetta gerist í fótbolta. Við viljum gera betur og fáum tækifæri til þess í næsta leik þegar við mætum Keflavík. Þá byrjar úrslitakeppnin fyrir alvöru hjá okkur. Nú þarf gjöra svo vel að rífa sig í gang og hætta að byrja ömurlega.“

Ég ætla að leyfa mér að vera jákvæður og stelpurnar koma klárar í næstu leiki því það eru úrslitaleikirnir sem þarf að vinna.

Það vakti athygli þegar aðeins minna en 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í fyrri hálfleik vísaði dómari leiksins ljósmyndara Víkings af velli fyrir að áreita sjúkraþjálfara Tindastóls. Sá Donni eitthvað hvað átti sér stað þá.

Nei ég skipti mér ekkert að ljósmyndara Víkings og ég veit ekki afhverju hann er að skipta sér að yfir höfuð að leiknum. Ég hef ekkert um það að segja. Mér er alveg sama. Hann má bara eiga það við sjálfan sig.

Næsti leikur Tindastóls, sem er seinasti leikur þeirra fyrri tvískiptinguna, er gífurlega mikilvægur. Þær fá þá Keflavík í heimsókn.

Hann er mjög mikilvægur. Við viljum gera vel og klára mótið með stæl. Þetta hefur verið að ganga á aftur fótunum hjá okkur í seinustu leikjum. Við ætlum að rífa okkur saman núna í andlitinu. Vonandi náum við að stilla saman strengina fyrir næsta leik. Ég tel okkur ekki eiga skilið að falla mér finnst við ekki vera með lið sem á skilið að falla. Við ætlum að sýna það á sunnudaginn og í úrslitakeppninni sem er framundan.“ sagði Donni

Viðtalið við Donna má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner