
„Ömurleg byrjun en jafn leikur á miðjum vellinum. Við gerum varnarmistök sem kostaði þessi mörk að hluta til og heilt yfir frekar lélegur leikur. Þá aðallega fyrri hálfleikurinn.“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, eftir 5-1 tap gegn Víkingum í Víkinn í dag.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 - 1 Tindastóll
Víkingar voru 4-0 yfir eftir 23 mínútur. Hvað gerðist?
„Það er aldrei hægt að útskýra það. Þetta gerist í fótbolta. Við viljum gera betur og fáum tækifæri til þess í næsta leik þegar við mætum Keflavík. Þá byrjar úrslitakeppnin fyrir alvöru hjá okkur. Nú þarf gjöra svo vel að rífa sig í gang og hætta að byrja ömurlega.“
„Ég ætla að leyfa mér að vera jákvæður og stelpurnar koma klárar í næstu leiki því það eru úrslitaleikirnir sem þarf að vinna.“
Það vakti athygli þegar aðeins minna en 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í fyrri hálfleik vísaði dómari leiksins ljósmyndara Víkings af velli fyrir að áreita sjúkraþjálfara Tindastóls. Sá Donni eitthvað hvað átti sér stað þá.
„Nei ég skipti mér ekkert að ljósmyndara Víkings og ég veit ekki afhverju hann er að skipta sér að yfir höfuð að leiknum. Ég hef ekkert um það að segja. Mér er alveg sama. Hann má bara eiga það við sjálfan sig.“
Næsti leikur Tindastóls, sem er seinasti leikur þeirra fyrri tvískiptinguna, er gífurlega mikilvægur. Þær fá þá Keflavík í heimsókn.
„Hann er mjög mikilvægur. Við viljum gera vel og klára mótið með stæl. Þetta hefur verið að ganga á aftur fótunum hjá okkur í seinustu leikjum. Við ætlum að rífa okkur saman núna í andlitinu. Vonandi náum við að stilla saman strengina fyrir næsta leik. Ég tel okkur ekki eiga skilið að falla mér finnst við ekki vera með lið sem á skilið að falla. Við ætlum að sýna það á sunnudaginn og í úrslitakeppninni sem er framundan.“ sagði Donni
Viðtalið við Donna má sjá í heild sinni hér að ofan.