Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fim 15. ágúst 2024 23:09
Sölvi Haraldsson
Jákvæður þrátt fyrir 5-1 tap: Aldrei hægt að útskýra svona
Kvenaboltinn
Halldór Jón Sigurðsson, Donni.
Halldór Jón Sigurðsson, Donni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ömurleg byrjun en jafn leikur á miðjum vellinum. Við gerum varnarmistök sem kostaði þessi mörk að hluta til og heilt yfir frekar lélegur leikur. Þá aðallega fyrri hálfleikurinn.“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, eftir 5-1 tap gegn Víkingum í Víkinn í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 Tindastóll

Víkingar voru 4-0 yfir eftir 23 mínútur. Hvað gerðist?

Það er aldrei hægt að útskýra það. Þetta gerist í fótbolta. Við viljum gera betur og fáum tækifæri til þess í næsta leik þegar við mætum Keflavík. Þá byrjar úrslitakeppnin fyrir alvöru hjá okkur. Nú þarf gjöra svo vel að rífa sig í gang og hætta að byrja ömurlega.“

Ég ætla að leyfa mér að vera jákvæður og stelpurnar koma klárar í næstu leiki því það eru úrslitaleikirnir sem þarf að vinna.

Það vakti athygli þegar aðeins minna en 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í fyrri hálfleik vísaði dómari leiksins ljósmyndara Víkings af velli fyrir að áreita sjúkraþjálfara Tindastóls. Sá Donni eitthvað hvað átti sér stað þá.

Nei ég skipti mér ekkert að ljósmyndara Víkings og ég veit ekki afhverju hann er að skipta sér að yfir höfuð að leiknum. Ég hef ekkert um það að segja. Mér er alveg sama. Hann má bara eiga það við sjálfan sig.

Næsti leikur Tindastóls, sem er seinasti leikur þeirra fyrri tvískiptinguna, er gífurlega mikilvægur. Þær fá þá Keflavík í heimsókn.

Hann er mjög mikilvægur. Við viljum gera vel og klára mótið með stæl. Þetta hefur verið að ganga á aftur fótunum hjá okkur í seinustu leikjum. Við ætlum að rífa okkur saman núna í andlitinu. Vonandi náum við að stilla saman strengina fyrir næsta leik. Ég tel okkur ekki eiga skilið að falla mér finnst við ekki vera með lið sem á skilið að falla. Við ætlum að sýna það á sunnudaginn og í úrslitakeppninni sem er framundan.“ sagði Donni

Viðtalið við Donna má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner