Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 15. ágúst 2024 20:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sandra María getur náð mögnuðum áfanga - „Pínu pressa"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í dag. Sandra María Jessen náði að jafna metin fyrir Þór/KA undir lok leiksins. Fótbolti.net ræddi við hana eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  2 Stjarnan

„Mér fannst við vera klaufar að setja fleiri mörk í fyrri hálfleik. Við voru alveg að yfirspila þær en eftir að hafa lent undir var flott hjá liðinu að koma til baka. Fyrir fram hefði maður viljað fá þrjú stig en eitt er allt í lagi," sagði Sandra María.

Þór/KA náði forystunni snemma í seinni hálfleik en Stjarnan jafnaði metin strax í kjölfarið eftir slæm mistök hjá Hörpu Jóhannsdóttur í marki Þórs/KA.

„Við eigum að vera búnar að koma boltanum í netið. Síðan gerast mistök hjá markmanninum eins og hjá öllum öðrum, það er bara dýrara þegar það gerist hjá markmanninum. Erfitt að lenda síðan 2-1 undir en mér fannst við gefa meira og meira í og mér fannst við eiga skilið að ná í jöfnunarmark í lokin," sagði Sandra María.

Sandra setti sér það markmið að skora geegn öllum liðunum í deildinni. Henni hefur tekist að skora gegn öllum nema Fylki en liðin mætast í lokaumferðinni fyrir tvískiptingu deildarinnar.

„Það er pínu pressa að ná að skora á móti Fylki. Svo lengi sem við fáum þrjú stig þá er ég glöð," sagði Sandra María.


Athugasemdir