Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
banner
   fim 15. ágúst 2024 20:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sandra María getur náð mögnuðum áfanga - „Pínu pressa"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í dag. Sandra María Jessen náði að jafna metin fyrir Þór/KA undir lok leiksins. Fótbolti.net ræddi við hana eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  2 Stjarnan

„Mér fannst við vera klaufar að setja fleiri mörk í fyrri hálfleik. Við voru alveg að yfirspila þær en eftir að hafa lent undir var flott hjá liðinu að koma til baka. Fyrir fram hefði maður viljað fá þrjú stig en eitt er allt í lagi," sagði Sandra María.

Þór/KA náði forystunni snemma í seinni hálfleik en Stjarnan jafnaði metin strax í kjölfarið eftir slæm mistök hjá Hörpu Jóhannsdóttur í marki Þórs/KA.

„Við eigum að vera búnar að koma boltanum í netið. Síðan gerast mistök hjá markmanninum eins og hjá öllum öðrum, það er bara dýrara þegar það gerist hjá markmanninum. Erfitt að lenda síðan 2-1 undir en mér fannst við gefa meira og meira í og mér fannst við eiga skilið að ná í jöfnunarmark í lokin," sagði Sandra María.

Sandra setti sér það markmið að skora geegn öllum liðunum í deildinni. Henni hefur tekist að skora gegn öllum nema Fylki en liðin mætast í lokaumferðinni fyrir tvískiptingu deildarinnar.

„Það er pínu pressa að ná að skora á móti Fylki. Svo lengi sem við fáum þrjú stig þá er ég glöð," sagði Sandra María.


Athugasemdir
banner