Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   fim 15. ágúst 2024 20:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sandra María getur náð mögnuðum áfanga - „Pínu pressa"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í dag. Sandra María Jessen náði að jafna metin fyrir Þór/KA undir lok leiksins. Fótbolti.net ræddi við hana eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  2 Stjarnan

„Mér fannst við vera klaufar að setja fleiri mörk í fyrri hálfleik. Við voru alveg að yfirspila þær en eftir að hafa lent undir var flott hjá liðinu að koma til baka. Fyrir fram hefði maður viljað fá þrjú stig en eitt er allt í lagi," sagði Sandra María.

Þór/KA náði forystunni snemma í seinni hálfleik en Stjarnan jafnaði metin strax í kjölfarið eftir slæm mistök hjá Hörpu Jóhannsdóttur í marki Þórs/KA.

„Við eigum að vera búnar að koma boltanum í netið. Síðan gerast mistök hjá markmanninum eins og hjá öllum öðrum, það er bara dýrara þegar það gerist hjá markmanninum. Erfitt að lenda síðan 2-1 undir en mér fannst við gefa meira og meira í og mér fannst við eiga skilið að ná í jöfnunarmark í lokin," sagði Sandra María.

Sandra setti sér það markmið að skora geegn öllum liðunum í deildinni. Henni hefur tekist að skora gegn öllum nema Fylki en liðin mætast í lokaumferðinni fyrir tvískiptingu deildarinnar.

„Það er pínu pressa að ná að skora á móti Fylki. Svo lengi sem við fáum þrjú stig þá er ég glöð," sagði Sandra María.


Athugasemdir
banner
banner