Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   sun 15. september 2019 16:54
Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Magnús: Það gerðist skandall í vikunni
ÍBV ræddi ólöglega við Sveindísi Jane
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús er ósáttur við æskufélaga sinn sem þjálfar ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV ræddi ólöglega við Sveindísi Jane Jónsdóttur.
Gunnar Magnús er ósáttur við æskufélaga sinn sem þjálfar ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV ræddi ólöglega við Sveindísi Jane Jónsdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV.
Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var virkilega flottur leikur hjá stelpunum og kærkominn sigur," sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 4 - 1 sigur á HK/Víkingi í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  1 HK/Víkingur

Þrátt fyrir sigurinn féll Keflavík úr deildinni í dag því ÍBV vann Fylki á sama tíma í eyjum.

„Það var eitthvað sem við gátum ekki stjórnað," sagði hann en hann kaus að fylgjast ekki með leiknum í eyjum.

„Þetta er búið að vera stöngin út hjá okkur oft í sumar eins og botnlið tala oft um. Við hefðum þurft smá lukku í eyjum en mér skilst að Fylkir hafi misst leikmann af velli með rautt og þá hafi leikurinn snúist. En mótið var ekki að tapast í dag."

Gunnar segir ekki ljóst hvað framtíðin ber í skauti sér hjá honum með liðið.

„Samningurinn er að renna út núna og ég er búinn að vera með liðið í fjögur ár. Ég ætla að klára tímabilið og skoða málið hvað verður eftir það. Félagið vildi ræða áframhald en ég veit ekki hvað ég kýs að gera."

Viðtalið tók svo annan takt því Gunnar var mjög ósáttur út í ÍBV fyrir að hringja í Sveindísi Jane Jónsdóttur þjálfara liðsins.

„Það gerðist skandall í vikunni. Þá var haft samband við leikmann minn sem gerði þriggja ára samning í vetur," sagði Gunnar Magnús.

„Þetta var Sveindís og þjálfari annars liðs hringdi í hana. Ég trúði þessu ekki þegar ég heyrði þetta og sér í lagi því þetta er eina liðið sem átti í smá keppni við okkur. Þetta var ÍBV," sagði hann en þjálfari íBV er Jón Ólafur Daníelsson.

„Það er með ólíkindum að þetta hafi verið gert. Það er haft samband við 18 ára stelpu og reynt að hræra í hausnum á henni og mótið ekki búið. Þetta eru mikil vonbrigði og ennþá meiri í ljósi þess að ég og þjálfari ÍBV erum æskufélagar og ég trúði ekki að þetta hafi gerst. Ég hélt að svona hlutir gerðust ekki lengur árið 2019," sagði Gunni sem var mikið niðri fyrir. En er hann búinn að heyra í Jóni Óla?

„Hann reyndi að hringja í mig þegar ég var í miðri kennslustund og svo hringdi ég í hann til baka og við ekki náð í hvorn annan. Hann er samt búinn að heyra í einhverjum hjá félaginu og biðjast afsökunar. Þetta er eitthvað sem menn eiga ekki að gera."
Athugasemdir