Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 15. september 2019 16:54
Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Magnús: Það gerðist skandall í vikunni
ÍBV ræddi ólöglega við Sveindísi Jane
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús er ósáttur við æskufélaga sinn sem þjálfar ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV ræddi ólöglega við Sveindísi Jane Jónsdóttur.
Gunnar Magnús er ósáttur við æskufélaga sinn sem þjálfar ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV ræddi ólöglega við Sveindísi Jane Jónsdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV.
Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var virkilega flottur leikur hjá stelpunum og kærkominn sigur," sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 4 - 1 sigur á HK/Víkingi í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  1 HK/Víkingur

Þrátt fyrir sigurinn féll Keflavík úr deildinni í dag því ÍBV vann Fylki á sama tíma í eyjum.

„Það var eitthvað sem við gátum ekki stjórnað," sagði hann en hann kaus að fylgjast ekki með leiknum í eyjum.

„Þetta er búið að vera stöngin út hjá okkur oft í sumar eins og botnlið tala oft um. Við hefðum þurft smá lukku í eyjum en mér skilst að Fylkir hafi misst leikmann af velli með rautt og þá hafi leikurinn snúist. En mótið var ekki að tapast í dag."

Gunnar segir ekki ljóst hvað framtíðin ber í skauti sér hjá honum með liðið.

„Samningurinn er að renna út núna og ég er búinn að vera með liðið í fjögur ár. Ég ætla að klára tímabilið og skoða málið hvað verður eftir það. Félagið vildi ræða áframhald en ég veit ekki hvað ég kýs að gera."

Viðtalið tók svo annan takt því Gunnar var mjög ósáttur út í ÍBV fyrir að hringja í Sveindísi Jane Jónsdóttur þjálfara liðsins.

„Það gerðist skandall í vikunni. Þá var haft samband við leikmann minn sem gerði þriggja ára samning í vetur," sagði Gunnar Magnús.

„Þetta var Sveindís og þjálfari annars liðs hringdi í hana. Ég trúði þessu ekki þegar ég heyrði þetta og sér í lagi því þetta er eina liðið sem átti í smá keppni við okkur. Þetta var ÍBV," sagði hann en þjálfari íBV er Jón Ólafur Daníelsson.

„Það er með ólíkindum að þetta hafi verið gert. Það er haft samband við 18 ára stelpu og reynt að hræra í hausnum á henni og mótið ekki búið. Þetta eru mikil vonbrigði og ennþá meiri í ljósi þess að ég og þjálfari ÍBV erum æskufélagar og ég trúði ekki að þetta hafi gerst. Ég hélt að svona hlutir gerðust ekki lengur árið 2019," sagði Gunni sem var mikið niðri fyrir. En er hann búinn að heyra í Jóni Óla?

„Hann reyndi að hringja í mig þegar ég var í miðri kennslustund og svo hringdi ég í hann til baka og við ekki náð í hvorn annan. Hann er samt búinn að heyra í einhverjum hjá félaginu og biðjast afsökunar. Þetta er eitthvað sem menn eiga ekki að gera."
Athugasemdir
banner