Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 15. september 2019 16:54
Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Magnús: Það gerðist skandall í vikunni
ÍBV ræddi ólöglega við Sveindísi Jane
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús er ósáttur við æskufélaga sinn sem þjálfar ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV ræddi ólöglega við Sveindísi Jane Jónsdóttur.
Gunnar Magnús er ósáttur við æskufélaga sinn sem þjálfar ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV ræddi ólöglega við Sveindísi Jane Jónsdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV.
Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var virkilega flottur leikur hjá stelpunum og kærkominn sigur," sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 4 - 1 sigur á HK/Víkingi í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  1 HK/Víkingur

Þrátt fyrir sigurinn féll Keflavík úr deildinni í dag því ÍBV vann Fylki á sama tíma í eyjum.

„Það var eitthvað sem við gátum ekki stjórnað," sagði hann en hann kaus að fylgjast ekki með leiknum í eyjum.

„Þetta er búið að vera stöngin út hjá okkur oft í sumar eins og botnlið tala oft um. Við hefðum þurft smá lukku í eyjum en mér skilst að Fylkir hafi misst leikmann af velli með rautt og þá hafi leikurinn snúist. En mótið var ekki að tapast í dag."

Gunnar segir ekki ljóst hvað framtíðin ber í skauti sér hjá honum með liðið.

„Samningurinn er að renna út núna og ég er búinn að vera með liðið í fjögur ár. Ég ætla að klára tímabilið og skoða málið hvað verður eftir það. Félagið vildi ræða áframhald en ég veit ekki hvað ég kýs að gera."

Viðtalið tók svo annan takt því Gunnar var mjög ósáttur út í ÍBV fyrir að hringja í Sveindísi Jane Jónsdóttur þjálfara liðsins.

„Það gerðist skandall í vikunni. Þá var haft samband við leikmann minn sem gerði þriggja ára samning í vetur," sagði Gunnar Magnús.

„Þetta var Sveindís og þjálfari annars liðs hringdi í hana. Ég trúði þessu ekki þegar ég heyrði þetta og sér í lagi því þetta er eina liðið sem átti í smá keppni við okkur. Þetta var ÍBV," sagði hann en þjálfari íBV er Jón Ólafur Daníelsson.

„Það er með ólíkindum að þetta hafi verið gert. Það er haft samband við 18 ára stelpu og reynt að hræra í hausnum á henni og mótið ekki búið. Þetta eru mikil vonbrigði og ennþá meiri í ljósi þess að ég og þjálfari ÍBV erum æskufélagar og ég trúði ekki að þetta hafi gerst. Ég hélt að svona hlutir gerðust ekki lengur árið 2019," sagði Gunni sem var mikið niðri fyrir. En er hann búinn að heyra í Jóni Óla?

„Hann reyndi að hringja í mig þegar ég var í miðri kennslustund og svo hringdi ég í hann til baka og við ekki náð í hvorn annan. Hann er samt búinn að heyra í einhverjum hjá félaginu og biðjast afsökunar. Þetta er eitthvað sem menn eiga ekki að gera."
Athugasemdir