Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 15. september 2019 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Guendouzi benti á stöðuna - Sér líklega eftir þessu
Matteo Guendouzi, miðjumaður Arsenal, lítur ekkert sérstaklega vel út eftir það sem hann gerði þegar hann var tekinn af velli í leiknum gegn Watford í dag.

Guendouzi var tekinn af velli í stöðunni 2-1. Þegar hann gekk af velli leit hann upp í stúku og var með bendingar til stuðningsmanna Watford þess efnis að staðan væri 2-1.

Hann minnti stuðningsmenn Watford hver staðan væri, en þetta átti eftir að bíta hann í afturendann.

Watford jafnaði nefnilega metin úr vítaspyrnu þegar tæpar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Niðurstaðan var 2-2 jafntefli.

Að neðan má sjá mynd.


Athugasemdir
banner