Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 15. október 2019 13:44
Magnús Már Einarsson
Forseti búlgarska knattspyrnusambandsins segir af sér
Borislav Mihaylov, forseti búlgarska knattspyrnusambandsins hefur sagt upp störfum.

Tvívegis þurfti að stöðva leik Búlgaríu og Englands í undankeppni EM í gærkvöldi vegna kynþáttafordóma frá stuðningsmönnum Búlgaríu.

Boyko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu, kallaði eftir því að Mihaylov myndi segja upp störfum í kjölfarið og sagði að knattspyrnusamband Búlgaríu myndi ekki fá neitt fjármagn frá yfirvöldum á meðan Mihaylov yrði við stjórnvölinn.

Mihaylov ákvað í kjölfarið að segja upp starfi sínu í dag en þetta var staðfest í yfirlýsingu frá búlgarska knattspyrnusambandinu í dag.

Í yfirlýsingunni var þó ekki talað neitt um kynþáttafordómana í gær en ákvörðun Mihaylov er sögð vera þar sem sambandið við stjórnvöld hafi ekki verið gott.
Athugasemdir