Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. október 2019 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Markaðsstjóri Tottenham á ráðstefnu Origo hér á landi
Jack Allen stendur hér að baki Harry Kane.
Jack Allen stendur hér að baki Harry Kane.
Mynd: Tottenham
Jack Allen.
Jack Allen.
Mynd: Tottenham
Fimmtudaginn 14. nóvember næstkomandi mun Origo standa fyrir ráðstefnu um stafræna umbreytingu hjá Tottenham en Jack Allen markaðsstjóri félagsins mætir hingað til lands á ráðstefnuna.

Ráðstefnan stendur frá 08:30 - 10:30 á Gullteigi á Grand Hótel og hér að neðan má lesa meira um hana og hægt er að kaupa miða á vef Origo: Smelltu hér til að sjá meira á vef Origo.




Stafræn umbreyting Tottenham

Hvernig tókst enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur að tvöfalda meðlimafjölda sinn (sem hafa forgang að miðum og annarri þjónustu hjá Tottenham) með stafrænum leiðum á aðeins þremur árum?

Tottenham er einn af risum enskrar knattspyrnu og hefur verið í fararbroddi liða þar í landi á liðnum árum.

- Félagið setti nýtt heimsmet knattspyrnufélaga með hagnaði sínum 2018 þegar það hagnaðist um 113 milljónir punda eftir skatt, eða tæpa 18 milljarða króna.
- Það tók það í notkun nýjan leikvang, Tottenham Hotspur Stadium, sem tekur rúmlega 62 þúsund manns í sæti, í apríl á þessu ári.
- Þá hefur félagið undantekningarlítið verið fastagestur í Meistaradeild Evrópu og komst alla leið í úrslitaleikinn síðasta vor.

Jack Allen, markaðsstjóri Tottenham undanfarin fjögur ár, ber ábyrgð á meðlimakerfi félagsins (One Hotspur) og stafrænum boðleiðum fyrir innlendan og alþjóðlegan aðdáendahóp félagsins.

Á morgunverðarfundinum mun Jack Allen segja okkur frá stafrænni vegferð Tottenham á miklum breytingartímum í sögu þess, viðskiptamódeli félagsins sem hverfist um hinn stórglæsilega leikvang þess og hvernig umbreyting þess hefur byggst á stafrænum leiðum og þátttöku aðdáenda.

Einnig munum segja frá nokkrum spennandi stafrænum umbreytingarverkefnum á vegum Origo.

Verð á viðburðinn er 2.900 krónur. Innifalið er morgunmatur hjá Grand Hótel og óvæntur glaðningur frá Tottenham (á meðan birgðir endast).

Þeir sem kaupa miða á viðburðinn eiga kost á að vinna 2 VIP-miða (Premium Loungside-miðar) á Tottenham Travel Club á hinum nýja og glæsilega Tottenham Hotspur Stadium í London frá bolti.is. Innifalið er aðgangur að East Middle Travel Club Lounge fyrir og eftir leik (hlaðborð fyrir leik og veitingar í hálfleik). Heppinn þátttakandi verður dreginn út á viðburðinum 14. nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner