Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. október 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Ná Svisslendingar að sleppa við Þjóðadeildar umspilið?
Úr leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni í fyrra.
Úr leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sviss og Írland mætast klukkan 18:45 í kvöld í leik sem gæti haft talsverð áhrif í baráttu Íslands um sæti á EM á næsta ári.

Eftir jafntefli Tyrklands í Frakklandi í gær er Ísland líklega á leið í Þjóðadeildarumspilið í mars þar sem sigurvegarinn landar sæti á EM næsta sumar.

Eins og staðan er í dag mætir Ísland annað hvort Búlgaríu, Ísrael eða Rúmeníu á Laugardalsvelli þann 26. mars. Sigurvegarinn úr þeim leik spilar síðan úrslitaleik um sæti á EM þann 31. mars.

Sá úrslitaleikur gæti orðið gegn Sviss. Sviss, sem var með Íslandi í A-deild Þjóðadeildarinnar, gæti ennþá farið í umspilið en það ræðst mikið til á leiknum gegn Írum í kvöld. Írar fara beint á EM og skilja Svisslendinga eftir með sigri í kvöld.

„Ég hlakka til, pressan er öll á þeim," sagði Mick McCarthy landsliðsþjálfari Íra fyrir leikinn í kvöld.

Svisslendingar koma sér hins vegar í þægilega stöðu með sigri. Þá geta þeir klárað EM sætið með sigrum á Georgíu og Gíbraltar í næsta mánuði og skilið Íra eftir.

Ef Svisslendingar komast beint á EM í gegnum undankeppni EM þá mætir íslenska liðið ekki liði sem var í A-deild Þjóðadeildarinnar í umspilinu í mars. Ísland myndi þá væntanlega spila gegn Búlgaríu, Ísrael eða Rúmeníu í undanúrslitum og einni af þessum þjóðum í úrslitaleik um sæti á EM.

Írland og Sviss gætu einnig endað á að fara áfram og skilið Dani eftir. Danir fara í umspil í B-deild Þjóðadeildarinnar og mæta því ekki Íslandi.

Sjá einnig:
Líklega spilað á Laugardalsvelli í mars - Hitapylsa yfir vellinum
Athugasemdir
banner
banner
banner