Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. október 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnaðri Murielle tókst ætlunarverkið - Veikindi stöðva hana ekki
Murielle í leik með Stólunum í sumar.
Murielle í leik með Stólunum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sóknarmaðurinn Murielle Tiernan hefur verið algerlega mögnuð fyrir Tindastól í Lengjudeild kvenna í sumar.

Hún hefur skorað 25 mörk í 17 leikjum og hjálpað Stólunum að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deild kvenna fyrir næstu leiktíð, í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Farið var yfir magnaðan árangur félagsins í síðasta þætti Heimavallarins. Mist Rúnarsdóttir ræddi við þjálfarana Guðna Þór Einarsson og Jón Stefán Jónsson, og fyrirliðann Bryndísi Rut Haraldsdóttur.

Murielle er á sínu þriðja tímabili á Íslandi. Mist spurði hvernig hún hefði endað í Tindastóli á sínum tíma.

„Það er ekki rosalega flókin saga þannig. Ég þjálfaði Söndu Maríu Jessen lengi. Þær voru með sama umboðsmann og Sandra benti mér á að tala við þann umboðsmann. Ég lýsti því við hann að mig langaði í stóran og sterkan sóknarmann. Hann bendir á þessa stelpu og sagði að hún væri alltof góð til að spila Íslandi yfir höfuð," sagði Jón Stefán.

Murielle glímir við erfiðan sjúkdóm eins og hún sagði frá í samtali við Fótbolta.net fyrir tveimur árum síðan. Hún er með cystic fibrosis, eða slímseigjusjúkdóm, sem er ólæknandi erfðasjúkdómur.

„Hún er með sjúkdóm sem aftrar henni í heitari loftslagi. Konan mín hélt ég væri eitthvað geðveikur að taka hana miðað við sjúkdómslýsinguna."

„Sjúkdómurinn lýsir sér í því að hún þarf að nota sérstakt tæki öll kvöld þar sem hún þarf að láta berja bakið á sér eða eitthvað svoleiðis til að geta lifað svona sæmilega eðlilegu lífi. Það er ágætt að koma því líka að, til að fólk átti sig á alvarleika sjúkdómsins, að þá eru meðal lífslíkur manneskju með þennan sjúkdóm undir fertugu."

„Ég held að það séu 37 ár," sagði Mist.

Murielle hefur fengið tilboð úr Pepsi Max-deildinni en hún ætlaði sér alltaf að hjálpa Tindastóli upp í Pepsi Max-deildina.

„Murr sagði nei við félög í fyrra því hún ætlaði að koma þessu liði upp. Þetta var 'unfinished buisness' eins og hún orðaði það," sagði Jón.

Von er á því að Murielle verði áfram á Sauðárkróki líkt og aðrir erlendir leikmenn, en hlusta má á umræðuna í heild sinni hér að neðan.
Heimavöllurinn: Unfinished business hjá þeirri bestu og fyrirliðinn ætlar að byggja stúku
Athugasemdir
banner
banner