Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 15. október 2021 19:42
Brynjar Ingi Erluson
Birnir hrifinn af móralnum - „Ég vil vera í smá banter"
Birnir Snær Ingason samdi við Víking í dag
Birnir Snær Ingason samdi við Víking í dag
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Birnir Snær Ingason, nýr leikmaður Víkings, er spenntur fyrir því að mæta í klefann hjá liðinu en hann segir að góður mórall og gæði blandast vel saman.

Víkingur fékk Birni frá HK í dag eftir nokkurra vikna viðræður en hann var einn besti maður Kópavogsliðsins í sumar.

Hann er spenntur fyrir verkefninu í Víkinni og segir að mórallinn í klefanum hjálpi.

Það er mikið af ungu leikmönnum í Víkingsliðinu og hentar það honum einstaklega vel.

„Ég held að þetta henti mér mjög vel og ég vil vera í svona smá banter og held að þetta sé geggjaður hópur og gæðin sem blandast við. Það er hluti af þessum árangri að það er góður mórall og mikil gæði, það er lykill að þessu," sagði Birnir við Fótbolta.net í dag.
Birnir í skýjunum: Víkingur er að styrkja sig með því að fá mig
Athugasemdir
banner
banner
banner