Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 15. október 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bruce: Mun gera mitt allrabesta til þess að sannfæra eigendurna
Mynd: Getty Images
„Ég hef þurft að nýta alla mína reynslu í þessar iviku. Ég ræddi við nýju eigendurna í tíu mínútur og núna held ég áfram þar til ég heyri eitthvað annað," sagði Steve Bruce, stjóri Newcastle, á fréttamannafundi í dag. Bruce mun stýra Newcastle gegn Tottenham á sunnudag en óvíst er hvort hann verði mikið lengur eftir það.

„Við ræddum ekkert um mína framtíð, þetta snerist allt um liðið, meiðsli og hvernig við horfum á leikinn um helgina. Þetta var mjög upplýsandi og þetta er gott fólk."

„Það var gott að hitta þau og við skulum ekki gleyma því að það sem gerðist var frábært fyrir félagið og borgina. Ef þetta kemur Newcastle áfram sem félagi þá er það frábært."


Bruce er að fara stýra sínum 1000. leik á ferlinum. „Þetta snýst ekki um mig, ég spilaði 950 leiki, vann allt sem er hægt að vinna á Englandi svo þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um félagið og að ná í úrslit. Við verðum að ná í sigur til að komast upp töfluna," sagði Bruce.

Bruce var spurður hvort hann gæti sannfært eigendurna um að gefa sér tækifæri sem stjóri félagsins. „Ég mun gera mitt allrabesta til þess að sannfæra eigendurna, hver myndi ekki vilja þetta tækifæri? Allir stjórar myndu elska að sitja í mínu sæti svo ég mun gera mitt allra besta til að reyna halda því. Ég mun gera mitt besta fyrir félagið."

Bruce var með ákveðin skilaboð til stuðningsmanna félagsins: „Hvað svo sem fólki finnst um mig þá er það mikilvægasta að liðið vinni. Ég held að það verði öðruvísi andrúmsloft en við höfum séð áður. Liðið æfði vel í þessari viku og ég vona að við vinnum leikinn."

Bruce þakkaði svo Mike Ashley fyrir að hafa gefið sér tækifæri á að stýra Newcastle.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner