Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 15. október 2021 11:54
Hafliði Breiðfjörð
Norðurlöndin mótfallin því að halda HM á tveggja ára fresti
Frá höfuðstöðvum KSÍ.
Frá höfuðstöðvum KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSí tilkynnti á vef sínum í dag að Knattspyrnusambönd Norðurlandanna lýsi sig algjörlega mótfallin hugmyndum um að halda lokakeppni HM karlalandsliða á tveggja ára fresti.

Þetta var staðfest á fundi sambandanna sem haldinn var í Danmörku í vikunni. Ástæðurnar eru ýmsar og er þeim lýst í yfirlýsingu sem samböndin hafa sent frá sér sameiginlega.

Meða ástæðna er að með slíkri breytingu muni EM og HM kvennalandsliða fara út úr sviðsljósi fjölmiðla og almennings auk þess sem slík breyting muni hafa verulegt áhrif á skipulag leikjadagatals landsliða.

Norðurlöndin óttast einnig að verði af breyitngunni muni félög fara að neita leikmönnum um að spila með landsliðum sínum. Fari svo að meirihluti aðildarfélaga FIFA muni samþykkja HM annað hvort ár þá muni knattspyrnusambönd norðurlandanna íhuga frekari aðgerðir sem tengjast betur þeim gildum sem þau vilja vinna eftir.

Smelltu hér til að lesa yfirlýsinguna


Athugasemdir
banner
banner