Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 15. nóvember 2021 12:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Rúnar enn brjálaður: Vorum með blindan beitusala á línunni
Jón Rúnar og Sigurður Óli
Jón Rúnar og Sigurður Óli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar komu í veg fyrir að Kassim færi í dómarann.
FH-ingar komu í veg fyrir að Kassim færi í dómarann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Jakobsson og Kassim Doumbia
Kristinn Jakobsson og Kassim Doumbia
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir úrslitaleikinn 2014.
Fyrir úrslitaleikinn 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Jón Rúnar á sínum staða í stúkunni.
Jón Rúnar á sínum staða í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Margir lesendur muna eftir leik FH og Stjörnunnar sem fram fór haustið 2014, nánar tiltekið þann 4. október. Leikurinn var úrslitaleikur um hvort liðið myndi fagna Íslandsmeistaratitli það tímabil, lokaleikur Íslandsmótsins.

FH dugði jafntefli í leiknum og var staðan jöfn þegar komið var fram í uppbótartíma. Þá krækti Stjarnan í víti og Ólafur Karl Finsen steig á vítapunktinn og skoraði. Lokatölur urðu 1-2 fyrir Stjörnuna og fögnuðu Garðbæingar titlinum.

Eftir leik sauð upp úr og Kassim Doumbia, leikmaður FH, ætlaði sér að vaða í Kristin Jakobsson sem dæmdi leikinn. Kassim var dæmdur brotlegur þegar Stjarnan fékk vítaspyrnuna.

Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Jón Rúnar Halldórsson, þáverandi formann FH, í þættinum Foringjarnir sem sýndur var á Stöð 2 Sport í gær. Henry spurði Jón Rúnar út í leikinn.

„Situr þessi leikur enn í þér?" spurði Henry. Jón Rúnar svaraði með því að taka af sér mafíósa gleraugun sem hann var með í þættinum.

„Ég sé rautt þegar það er talað um þetta," sagi Jón Rúnar og Henry hló. „Auðvitað gerir hann það. Allir sanngjarnir menn vita hvernig þetta hefði endað ef allt hefði verið spilað eftir reglunum sem á að fara. Hefðum við ekki verið með blindan beitusala hérna á línunni, þá hefði þetta farið allt öðruvísi."

Stjörnumenn viti sjálfir að þeir eigi eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn
„Ég held að Garðbæingar margir hverjir viti það sjálfir að þeir eigi eftir að vinna Íslandsmeistarartitilinn. Ég segi þetta ekki til að gera mér einhverja hugarró. Það er bara þannig í þessu „game-i" að allir vilja gera hlutina eftir reglunum."

„Þetta situr í manni þegar það er borið upp en ég sef alveg yfir þessu. Þetta var ótrúleg stund en ég vil frekar taka jákvæðu hlutina út úr þessu. Við sáum að það var hægt að byggja upp þessa gríðarlegu eftirvæntingu og spennu og það finnst mér hið jákvæða."

„Ef við gætum unnið betur í því að byggja upp spennu og eftirvæntingu fyrir leikjum, fjölga leikjum, fækka slæmum leikjum. Það eru ákveðin aðferðir til að gera það. Andrúmsloftið var magnað, algjörlega truflað. En menn tala mest um 96. mínútuna, því miður."


Koma ýmsir hlutir í ljós
Henry kemur inn á að Jón Rúnar minntist á aðstoðardómara leiksins, Sigurð Óla Þórleifsson. „Hann er nú enginn heiðursborgari í Hafnarfirðinum og fékk reglulega að heyra það og fær held ég enn. Genguð þið of langt í gagnrýninni? Þú sakaðir hann um að hafa gortað sig af frammistöðu sinni á þjálfaranámskeiði."

Pistill Jóns Rúnars:
„Sigurður Óli með eina lélegustu frammistöðu frá upphafi"

„Nei, nei, nei, nei. Ég sakaði ekki nokkurn mann um það. Ég sagði frá því að hann hefði gert það og hann gerði það. Eftirmálin, enn og aftur talandi um reglur og prinsipp - hvað sé rétt og rangt, ég skrifaði þennan pistil og honum var ekki beint að Stjörnunni."

„Það er bara þannig að þegar þú ert í þeirri stöðu að þú ferð að skoða þetta allt þá koma ýmsir hlutir í ljós, sem eru bara ekki rétir. Til dæmis ágætist meintur besti dómari landsins sem dæmdi leikinn, hann gefur frábærum karakter og miklum tilfininningamanni - Kassim Doumbia - dómarinn skrifar rautt spjald inn í leikinn. Það sáu það allir sem voru á leiknum að hann hefði átt að fá rautt spjald eftir leikinn, ekki á 96. mínútu. Fyrir utan það að dómarinn gaf honum aldrei spjaldið."


Sögðu að það hefði ekki þurft að sýna spjaldið
„Þetta þýddi það að Kassim Doumbia fékk þriggja leikja bann. Ég skrifaði þennan pistil og ég sendi kæru til sambandsins. Svona vil ég að meina að gerist svo: Þá leggst skrifstofan í Laugardalnum, dómaraapparatið þar, leggst á sveif og ef þetta væru vitnaleiðslur eru á móti félaginu (FH). Það kemur fram í dómnum að það þurfi ekki að sýna það, það sé bara „symbolskt"."

„Þú finnur það hvergi í reglum og þeir hafa ekki sýnt mér hvar það standi að þú þurfir ekki að sýna rauða spjaldið. Við sjáum í leikjum erlendis og hér að menn hlaupa af sér hálft lungað á eftir leikmönnum til að gefa þeim spjaldið."


Reynir að minnsta kosti að biðjast afsökunar
„Það var margt í þessu og það sem gerðist í þessu að menn, fannst mér, og örugglega mörgum sem fannst ég óvæginn og ósanngjarn, en það blönduðu þessu allir saman. Menn áttuðu sig ekki á að regluverkið og þeir sem áttur að framfylgja reglunum inn á vellinum - þeir brugðust. Yfirleitt, þegar þú bregst svona gjörsamlega, þá reyniru að minnsta kosti að biðjast afsökunar á því."

„En allt bixið lagðist alveg... þetta var ótrúlegt. Ég held að menn ættu aðeins að kíkja í hina áttina en vissulega sat þetta í okkur, og mér, lengi. Ég leyni því ekki."


Henry Birgir skaut inn í að Jón Rúnar væri enn brjálaður yfir þessu.

„Já, hvað er þessi þáttur langur?" spurði Jón Rúnar í lok þessarar umræðu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner