Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 16. janúar 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Ekki víst að Mustafi fái að fara frá Arsenal
Mynd: Getty Images
Ekki er víst að varnarmaðurinn Shkodran Mustafi fái leyfi til að yfirgefa herbúðir Arsenal í þessum mánuði.

Þjóðverjinn hefur verið mikið gagnrýndur síðan hann kom frá Valencia árið 2016.

Mustafi virtist fyrst á förum síðastliðið sumar og svo aftur í þessum mánuði en hann hefur einungis byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Mustafi hefur verið orðaður við Galatasaray og fleiri félög en framhald hans er óljóst.

Miðvörðurinn Calum Chambers er frá keppni út tímabilið og Konstantinos Mavropanos er farinn til Nurnberg á láni. Því er óvíst hvort Mustafi fái leyfi til að fara líka.

„Höfum við efni á því (að missa miðvörð)? Best væri að segja nei," sagði Mikel Arteta í dag.
Athugasemdir
banner
banner