Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
   þri 16. janúar 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar valdi FCK fram yfir önnur stór félög - „Elskaði þetta strax eftir fyrstu æfingu"
Gunnar Orri Olsen.
Gunnar Orri Olsen.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Gunnar gekk í raðir FC Kaupmannahafnar á dögunum.
Gunnar gekk í raðir FC Kaupmannahafnar á dögunum.
Mynd: FCK
Jude Bellingham er einn besti leikmaður heims.
Jude Bellingham er einn besti leikmaður heims.
Mynd: EPA
Spenntur fyrir verkefninu sem framundan er.
Spenntur fyrir verkefninu sem framundan er.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það var tilkynnt í síðustu viku að danska stórliðið FC Kaupmannahöfn hefði gengið frá kaupum á Gunnari Orra Olsen, efnilegum leikmanni úr Stjörnunni.

Gunnar Orri verður 16 ára gamall í vor og hefur feril sinn hjá FCk í sumar.

Gunnar Orri, sem er miðjumaður, er unglingalandsliðsmaður og lék hann með 2. og 3. flokki Stjörnunnar í sumar. Hann var í leikmannahópi meistaraflokks þegar Stjarnan heimsótti KA í Bestu deildinni. Hann þykir gríðarlega efnilegur leikmaður.

Hann segir í samtali við Fótbolta.net að hann hafi tekið ákvörðun um að fara til FCK í samstarfi við umboðsskrifstofuna sína, Stellar. „Ég fór þarna á reynslu og stóð mig vel. Eftir það voru þeir búnir að sýna mér mjög mikinn áhuga."

Allt í toppstandi
Hann segist hafa heillast af félaginu þegar hann fór þangað á reynslu og skoðaði aðstæður.

„Það var allt í toppstandi og þjálfararnir eru frábærir. Ég var búinn að ákveða mig þarna, þegar ég fór út. Þeir tóku mér gríðarlega vel," segir Gunnar. „Þetta var ótrúlega gaman og þeir voru svo vingjarnlegir allir. Ég elskaði þetta strax eftir fyrstu æfingu."

Orri Steinn Óskarsson og Galdur Guðmundsson eru fyrir hjá FC Kaupmannahöfn en á síðustu árum hafa margir íslenskir leikmenn spilað fyrir félagið sem er það stærsta í Danmörku.

„Það er mjög þægilegt að sjá svona marga Íslendinga þarna. Sérstaklega eins og Hákon (Arnar Haraldsson) sem fer í gegnum akademíuna og upp í aðalliðið. Hann varð kóngurinn þarna og fer svo í stór skipti til Lille. Með Orra líka sem fer í akademíuna og upp í aðalliðið. Þú veist að þetta er hægt, er ekki ómögulegt."

Gunnar segist hafa rætt við Galdur og fengið þar upplýsingar um að þetta væri tækifæri sem ekki væri hægt að hafna. Hann fer líka til FCK á sama tíma og Viktor Bjarki Daðason úr Fram en þeir þekkjast vel.

„Ég þekki hann vel. Það er ótrúlegt þægilegt að vera með einhvern sem ég þekki og er á sama aldri, sérstaklega í byrjun. Það er gaman að gera hluti saman eins og að læra dönskuna, fara niður í bæ og svona."

Dortmund sýndi líka mikinn áhuga
Það var áhugi frá öðrum félögum á Gunnari, þar á meðal fór hann á reynslu til Borussia Dortmund í Þýskalandi.

„Ég fór á reynslu til Dortmund í mars eða apríl í fyrra. Það gekk ótrúlega vel og þeir voru sáttir við mig. Þeir vildu fá mig aftur og ég átti að fara í október, en það var komið langt að ég væri að fara til FCK. Það var líka áhugi á Ítalíu og hjá Benfica. Það voru einhver önnur félög í Skandinavíu en við sáum ekki tilgang í því. FCK var númer eitt," segir Gunnar.

„FCK er fyrst og fremst gott félag, risafélag í Danmörku. Það er þægilegt að sjá alla þessa Íslendinga fara þangað og standa sig vel. Þeir tóku mér svo ótrúlega vel þegar ég var þarna á reynslu. Þeir töluðu vel um mig og hafa sýnt mjög mikla umhyggju."

Gunnar hefur lært dönsku í grunnskóla og segist vera fínn í henni. Hann hefur verið duglegur að undanförnu að læra hana enn betur. Hann segir það mikilvægt að læra tungumálið en hann er spenntur fyrir tækifærinu sem er framundan.

„Ég er ótrúlega spenntur. Þetta verður rosalegt. Ég held að ég muni bæta mig ótrúlega mikið. Ég get ekki beðið eftir því að fara þarna út."

Jude Bellingham fyrirmyndin
Gunnar Orri var í viðtalinu spurður út í fyrirmynd sína í fótboltanum. Hver er það?

„Ég myndi segja Jude Bellingham. Hann er ungur og er algjör leiðtogi, eins og ég er að reyna að vera. Ég myndi segja að hann sé fyrirmyndin mín aðallega."

Eru þeir svipaðir leikmenn?

„Já, það er alveg hægt að segja það. Hann er kannski aðeins öðruvísi. Ég má alveg reyna að vera eins og hann. Ég er fyrst og fremst leiðtogi, mér finnst það ótrúlega gaman. Ég hef verið fyrirliði með íslenska landsliðinu og það er frábær tilfinning."

Draumurinn er að sjálfsögðu að spila í ensku úrvalsdeildinni og ekki væri það verra ef Manchester United myndi hringja. „Ég ætla að komast í ensku úrvalsdeildina, það er markmiðið mitt. En það er eitt í einu. Uppáhalds liðið er Manchester United, að sjálfsögðu. Það er draumurinn, númer eitt. Það yrði rosalegt."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner