fim 16. mars 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ödegaard: Verðum að muna að þetta hefur verið frábært tímabil
Mynd: Getty Images

Arsenal er úr leik í Evrópudeildinni eftir tap gegn Sporting eftir vítaspyrnukeppni í kvöld.


Fyrri leikur liðanna endaði með 2-2 jafntefli í Portúgal og þurfti Arsenal því sigur í kvöld á Emirates.

Það byrjaði vel þar sem Arsenal var með forystuna í hálfleik en Pedro Goncalves tryggði Sporting framlengingu með stórkostlegu marki frá miðju. Ekkert var skorað í framlengingunni svo þetta endaði í vítaspyrnukeppni þar sem Gabriel Martinelli var sá eini sem klikkaði á víti.

Martin Ödegaard var í viðtali eftir leikinn þar sem hann var spurður út í framhaldið en Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á undan Manchester City þegar 11 umferðir eru eftir.

„Við verðum að muna að þetta hefur verið frábært tímabil, við höfum gert frábæra hluti í ár. Auðvitað er það mikið högg að falla úr leik í þessari keppni en við verðum að líta fram á veginn og koma sterkir til baka og sjá til þess að við endum á góðum nótum í deildinni," sagði Ödegaard.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner