Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fim 16. mars 2023 21:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu ótrúlegt mark Goncalves - „Verður að standa upp og klappa"
Arsenal var marki yfir í hálfleik gegn Sporting en það var Granit Xhaka sem skoraði markið.

Liðið varð fyrir skakkaföllum í fyrri hálfleiknum þar sem William Saliba og Takehiro Tomiyasu þurftu að fara af velli vegna meiðsla.

Sporting kom gríðarlega sterkt inn í síðari hálfleikinn og Pedro Goncalves jafnaði metin eftir rúmlega klukkutíma leik þegar hann lét vaða frá miðju og boltinn flaug yfir Aaron Ramsdale og í netið.

Hörður Magnússon sem lýsir leiknum á ViaPlay sagði í lýsingunni „Það verður bara að standa upp og klappa fyrir þessu hvort sem þú ert Arsenal stuðningsmaður eða ekki."

Nú þegar tæpar 10 mínútur eru til leiksloka er staðan enn jöfn og stefnir í framlengingu.

Markið hjá Goncalves má sjá með því að smella hér.


Athugasemdir
banner