Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. mars 2023 18:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Southgate: Veit ekki hvers vegna ég ætti ekki að velja hann
Mynd: Getty Images

Gareth Southgate hefur valið landsliðshóp Englands fyrir leiki gegn Ítalíu og Úkraínu í undankeppni EM sem fram fara í næstu viku.


Það vakti athygli að hann valdi Ivan Toney framherja Brentford í hópinn en hann er mögulega á leið í langt bann fyrir brot á reglum um veðmál.

„Staðreyndin er sú að hann er að spila fyrir félagið sitt. Það hafa ekki farið fram réttarhöld yfir honum og enginn dómur verið kveðinn upp svo ég veit ekki hvers vegna ég ætti ekki að velja hann," sagði Southgate.

Toney hefur skorað átta mörk í síðustu 10 leikjum.

Ben White og Trent Alexander-Arnold eru ekki í hópnum. Það er eftirminnilegt þegar White var rekinn heim úr landsliðshópnum á HM í Katar.

Southgate segir einfaldlega að Reece James, Kieran Trippier og Kyle Walker hafi verið betri kostir í þetta sinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner