Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 16. apríl 2021 18:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Gulli Victor spilaði er Darmstadt tapaði niður 2-0 forystu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leiktímann fyrir Darmstadt gegn Greuther Fürth í þýsku B-deildinni í dag.

Darmstadt byrjaði leikinn frábærlega og tók forystuna eftir tvær mínútur. Staðan varð 2-0 á 40. mínútu og var hún þannig þegar liðin gengu til búningsklefa.

Gestirnir mættu af meiri krafti inn í seinni hálfleikinn og þeir náðu að jafna með tveimur mörkum með stuttu millibili; það fyrsta kom á 69. mínútu og það síðara á 75. mínútu.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 2-2 á heimavelli Darmstadt. Darmstadt er í 12. sæti deildarinnar og Greuther Fürth í þriðja sætinu.

Guðlaugur Victor er 29 ára gamall og hefur verið fastamaður í landsliðinu upp á síðkastið. Hann hefur spilað stórt hlutverk undanfarin ár, bæði sem bakvörður og miðjumaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner