Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 16. maí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neymar æfir stíft í Brasilíu - Meistaradeildin gulrót
Mynd: Getty Images
Neymar, brasilíski sóknarmaðurinn, er heima hjá sér í Brasilíu á tímum COVID-19. Neymar er leikmaður PSG og er tímabilið í Frakklandi lokið. PSG var efst í deildinni og var ákveðið að liðið fengi Frakklandsmeistaratitilinn.

PSG er enn í Meistaradeildinni og UEFA vonast til að klára þá keppni. „Markmiðið hjá mér núna er að vera klár þegar félagið opnar aðstöðu sína svo ég geti verið í besta mögulega standinu á þeim tímapunkti," sagði Neymar í dag.

Síðasti leikur PSG fyrir útgöngubann var gegn Dortmund í Meistaradeildinni og fór sá leikur 2-0 sem skaut PSG í 8-liða úrslitin.

„Ég er hér að leggja mikið á mig, ég geri það sama og ég myndi gera ef ég væri í Frakklandi. Í rauninni er ég að gera meira þar sem það eru engir leikir í gangi."

„Ég sakna keppninnar sem fylgir leikjum en ég er með góða æfingaáætlun frá félaginu sem ég hef fylgt."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner