banner
   sun 16. maí 2021 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóri Sam um Mike Dean: Á að þekkja reglurnar
Stóri Sam Allardyce.
Stóri Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri West Brom, var svekktur eftir dramatískt tap gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Trent Alexander-Arnold tók hornspyrnu sem Alisson skallaði í markið. Hann er fyrsti markvörðurinn til að skora mark fyrir Liverpool í keppnisleik frá því félagið var stofnað 1892.

Staðan hefði getað verið önnur á þeim tímapunkti því fyrr í seinni hálfleiknum, nánar tiltekið á 71. mínútu, var mark tekið af West Brom á umdeildan hátt.

Kyle Bartley skoraði en dómarinn - Mike Dean - mat það þannig að Matt Phillips hefði verið rangstæður og skyggt á sýn Alisson í marki Liverpool. Það eru ekki allir sammála þessu, eins og gengur og gerist.

Sjá einnig:
Sjáðu markið sem var tekið af West Brom áður en Alisson skoraði

Allardyce skilur ekki af hverju markið var dæmt af. „Þetta hefur engin áhrif á markvörðinn. Ef það er enginn þarna, þá er hann hvort sem er ekki að fara að verja. Þetta er mjög furðulegt."

„Við áttum að vera í stöðu til að vinna leikinn en endum á að tapa honum. Dómarinn á að þekkja reglurnar. Þetta var rangt hjá honum. Það er svekkjandi að svona reyndur dómari geri svona mistök."

Lið West Brom gaf sig allt í þennan leik þrátt fyrir að vera fallið úr deildinni. Allardyce var spurður út í framtíð sína eftir þennan leik en hann gat ekki svarað neitt um það. Það kemur í ljós eftir síðasta leik tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner