Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 16. maí 2022 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrsta mark Davíðs í efstu deild - Með markmið en gefur ekkert út
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snær Jóhannsson, leikmaður FH, skoraði í gær sitt fyrsta mark í efstu deild. Hann var að spila sinn þriðja leik fyrir FH frá komu sinni frá Lecce í upphafi mánaðar en þar á undan hafði hann leikið 30 leiki með Keflavík í efstu deild án þess að skora. Markið kom í hans 33. leik í efstu deild.

Davíð var til viðtals hér á Fótbolti.net eftir leikinn gegn ÍBV. Hann var valinn maður leiksins og hafði Stefán Marteinn Ólafsson, fréttaritari Fótbolta.net, þetta að segja um frammistöðu Davíðs: „Var frábær í liði FH. Skoraði gott mark sem drap leikinn og stóð sig heilt yfir virkilega vel. Er að byrja sinn feril hjá FH af krafti."

Lestu um leikinn: FH 2 -  0 ÍBV

„Mér líður mjög vel hérna og hlakka til komandi tíma. Mér finnst ég vera byrja vel og er í góðu standi og tilbúin fyrir sumarið," sagði Davíð. Hann var valinn maður leiksins gegn ÍBV í gær.

Hann vildi ekki gefa upp nein af markmiðum sínum á tímabilinu: „Ég er með markmið en ég ætla ekki að gefa þau út hérna. Það er bæði markamarkmið og hlaupatölur. Með GPS tölurnar þá er hægt að setja sér fleiri markmið en var hægt fyrir nokkrum árum síðan."

Næsti leikur FH er gegn uppeldisfélagi Davíðs, Keflavík. „Ég er mjög spenntur fyrir því verkefni og undirbý mig vel fyrir það."

Áttu von á því að stuðningsmenn Keflavíkur láti þig eitthvað heyra það?

„Það kemur í ljós, það væri bara stemning maður," sagði Davíð í lok viðtals.
Davíð Snær: Er í góðu standi og tilbúinn fyrir sumarið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner