Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 16. maí 2022 22:21
Brynjar Ingi Erluson
Jón Sveins: Það er alltaf smá stress að ná fyrsta sigrinum
Jón Sveinsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson á hliðarlínunni í kvöld
Jón Sveinsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson á hliðarlínunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Framarar eru komnir með 5 stig
Framarar eru komnir með 5 stig
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jón Sveinsson, þjálfari Fram, gat andað aðeins léttar eftir að Fram vann fyrsta leik sinn í Bestu deild karla í kvöld með 2-1 sigri á Leikni á Domusnova vellinum í efra Breiðholti.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Fram

Framarar höfðu átt fína leiki í deildinni og höfðu þegar sótt tvö jafntefli en í kvöld kom fyrsti sigurinn.

Gestirnir höfðu komist 1-0 yfir á 11. mínútu Leiknismenn jöfnuðu í gegnum Emil Berger um miðjan síðari hálfleikinn. Það var svo markamaskínan Guðmundur Magnússon sem tryggði sigurinn og Framarar komnir með 5 stig.

„Já, ég er mjög sáttur. Skoruðum tvö og fengum á okkur eitt, það dugar til að vinna og fá þrjú stig. Mjög erfiður leikur og Leiknir er ekkert auðvelt lið að sækja heim og ná í sigur á móti þannig við erum mjög sáttir við það."

„Það var mikil barátta allan leikinn og menn áttu í erfiðleikum, kannski smá stress í liðunum að sækja fyrsta sigurinn. Bæði lið í þeirri stöðu að ná ekki að sigra. Völlurinn ósléttur og svolítið harður, boltinn skoppaði einkennilega, þannig menn áttu í pínu basli með að ná boltanum niður á grasið og spila fótbolta. Það var kannski bæði aðstæður og taugaveiklun."


Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, var mikilvægur í rammanum hjá Fram og varði tvö dauðafæri en Jón segir að það hafi reynst þeim mikilvægt.

„Algjörlega. Hann gerir mjög vel í báðum færum. Við erum sem betur fer með góðan leikmann í markinu og víðar á vellinum og menn sem gátu þá gert það sem þurfti til að klára leikinn. Gummi kemur inná og klárar færið frábærlega. Við skorum tvö góð mörk og ég er ánægður með það."

Nú er Fram búið að ná í fyrsta sigurinn og stressið komið úr mönnum en hann vonar að þetta sé eitthvað sem hægt er að byggja ofan á.

„Það er engin spurning, Þetta er alltaf smá stress að ná fyrsta sigrinum og við höfum verið að spila ágætis leiki en sem nýliði getur ekki haldið áfram að tala um góðan fótbolta en fá á sig fjögur mörk og tapa leiknum. Vonandi mætum við í næsta leik með smá sjálfstrausts á móti mjög erfiðum andstæðingi eins og öllum í þessari deild. Þar þurfum við að halda áfram að spila okkar leik og ná fram því sem við þurfum til að landa sigri," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner