Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   mán 16. maí 2022 22:21
Brynjar Ingi Erluson
Jón Sveins: Það er alltaf smá stress að ná fyrsta sigrinum
Jón Sveinsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson á hliðarlínunni í kvöld
Jón Sveinsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson á hliðarlínunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Framarar eru komnir með 5 stig
Framarar eru komnir með 5 stig
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jón Sveinsson, þjálfari Fram, gat andað aðeins léttar eftir að Fram vann fyrsta leik sinn í Bestu deild karla í kvöld með 2-1 sigri á Leikni á Domusnova vellinum í efra Breiðholti.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Fram

Framarar höfðu átt fína leiki í deildinni og höfðu þegar sótt tvö jafntefli en í kvöld kom fyrsti sigurinn.

Gestirnir höfðu komist 1-0 yfir á 11. mínútu Leiknismenn jöfnuðu í gegnum Emil Berger um miðjan síðari hálfleikinn. Það var svo markamaskínan Guðmundur Magnússon sem tryggði sigurinn og Framarar komnir með 5 stig.

„Já, ég er mjög sáttur. Skoruðum tvö og fengum á okkur eitt, það dugar til að vinna og fá þrjú stig. Mjög erfiður leikur og Leiknir er ekkert auðvelt lið að sækja heim og ná í sigur á móti þannig við erum mjög sáttir við það."

„Það var mikil barátta allan leikinn og menn áttu í erfiðleikum, kannski smá stress í liðunum að sækja fyrsta sigurinn. Bæði lið í þeirri stöðu að ná ekki að sigra. Völlurinn ósléttur og svolítið harður, boltinn skoppaði einkennilega, þannig menn áttu í pínu basli með að ná boltanum niður á grasið og spila fótbolta. Það var kannski bæði aðstæður og taugaveiklun."


Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, var mikilvægur í rammanum hjá Fram og varði tvö dauðafæri en Jón segir að það hafi reynst þeim mikilvægt.

„Algjörlega. Hann gerir mjög vel í báðum færum. Við erum sem betur fer með góðan leikmann í markinu og víðar á vellinum og menn sem gátu þá gert það sem þurfti til að klára leikinn. Gummi kemur inná og klárar færið frábærlega. Við skorum tvö góð mörk og ég er ánægður með það."

Nú er Fram búið að ná í fyrsta sigurinn og stressið komið úr mönnum en hann vonar að þetta sé eitthvað sem hægt er að byggja ofan á.

„Það er engin spurning, Þetta er alltaf smá stress að ná fyrsta sigrinum og við höfum verið að spila ágætis leiki en sem nýliði getur ekki haldið áfram að tala um góðan fótbolta en fá á sig fjögur mörk og tapa leiknum. Vonandi mætum við í næsta leik með smá sjálfstrausts á móti mjög erfiðum andstæðingi eins og öllum í þessari deild. Þar þurfum við að halda áfram að spila okkar leik og ná fram því sem við þurfum til að landa sigri," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner