Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 11:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári Gautason tognaði og Fram skoraði nokkrum sekúndum síðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Undir lok fyrri hálfleiks, á 43. mínútu, í leik KA og Fram í gærkvöldi varð KA fyrir áfalli. Það var ekki nóg með að Kyle McLagan skoraði þriðja mark gestanna, heldur tognaði Kári Gautason í sömu sókn.

Hann var að elta sinn mann, Vuk Oskar Dimitrijevic, úti á vinstri kanti Framara þegar hann fann fyrir lærinu og gat ekki haldið áfram að hlaupa.

Hann fór af velli í kjölfarið og staðfesti Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, að Kári hefði tognað aftan í læri.

Lestu um leikinn: KA 2 -  4 Fram

Hann verður því ekki með KA næstu vikurnar en Hallgrímur er með nokkra kosti í stöðunni. Guðjón Ernir Hrafnkelsson, Ingimar Torbjörnsson Stöle og Hrannar Björn Steingrímsson geta allir leyst þessa stöðu. Hrannar var að vísu ekki í hópnum í gær.

KA tapaði leiknum í gær 2-4 og er því úr leik í Mjólkurbikarnum þetta árið. Framundan er leikur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.
Athugasemdir
banner