Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fim 15. maí 2025 21:49
Daníel Smári Magnússon
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Haddi var ekki hrifinn af varnarleik KA. Skyldi engan undra.
Haddi var ekki hrifinn af varnarleik KA. Skyldi engan undra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég óska Fram til hamingju með að komast áfram. Það er gaman að fara áfram í bikar! En leikurinn er bara þannig að við fáum á okkur of mörg mörk í fyrri hálfleik og erum of brothættir til baka. Fram gengur á lagið og skora ótrúlega auðveld mörk og hefðu getað skorað fleiri,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir svekkjandi 2-4 tap gegn Fram í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 2 -  4 Fram

Eftir að Hallgrímur Mar Steingrímsson hafði komið KA yfir með stórglæsilegri hjólhestaspyrnu datt allur botn úr leik liðsins og Framarar höfðu 1-3 forystu í hálfleik. Mörkin sem að KA liðið fékk á sig voru á háum afslætti.

„Mér finnst mörkin vera rosaleg mistök af okkar hálfu og fleiri atriði þar sem að þeir hefðu getað skorað, þar sem að við gerum bara eiginlega glórulaus mistök. Þetta er eitthvað sem að við þurfum að laga. Við þurfum að verjast betur saman, verjast betur sem lið, því að það er ekki gott ef að það er þannig að einhver einn gerir mistök eða þeir gera rosa vel og leiki á einn mann að það sé alltaf bara komin stórhætta. Þá er liðið ekki að verjast rétt saman,'' sagði Hallgrímur.

Hvað þarf Hallgrímur Jónasson að gera til þess að rífa upp KA liðið?

„Ég þarf að fara að hugsa! Nú koma nokkrar nætur þar sem að ég þarf að liggja og hugsa mig vel um. Af því að við erum með gæðin í leikmannahópnum, við erum með reynsluna. Við erum meira að segja með reynsluna að vera í þessari stöðu, að vera neðarlega, því miður. Það er einfalt mál, það er undir mér komið. Saman með strákunum og þeim sem vinna í kringum liðið að finna lausnir, vera þéttari og fá færri mörk á okkur. Það er okkar vandamál,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir