Liverpool gæti reynt við Osimhen - PSG ætlar ekki að selja Barcola - Williams orðaður við Arsenal
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
   fim 15. maí 2025 21:49
Daníel Smári Magnússon
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Haddi var ekki hrifinn af varnarleik KA. Skyldi engan undra.
Haddi var ekki hrifinn af varnarleik KA. Skyldi engan undra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég óska Fram til hamingju með að komast áfram. Það er gaman að fara áfram í bikar! En leikurinn er bara þannig að við fáum á okkur of mörg mörk í fyrri hálfleik og erum of brothættir til baka. Fram gengur á lagið og skora ótrúlega auðveld mörk og hefðu getað skorað fleiri,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir svekkjandi 2-4 tap gegn Fram í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 2 -  4 Fram

Eftir að Hallgrímur Mar Steingrímsson hafði komið KA yfir með stórglæsilegri hjólhestaspyrnu datt allur botn úr leik liðsins og Framarar höfðu 1-3 forystu í hálfleik. Mörkin sem að KA liðið fékk á sig voru á háum afslætti.

„Mér finnst mörkin vera rosaleg mistök af okkar hálfu og fleiri atriði þar sem að þeir hefðu getað skorað, þar sem að við gerum bara eiginlega glórulaus mistök. Þetta er eitthvað sem að við þurfum að laga. Við þurfum að verjast betur saman, verjast betur sem lið, því að það er ekki gott ef að það er þannig að einhver einn gerir mistök eða þeir gera rosa vel og leiki á einn mann að það sé alltaf bara komin stórhætta. Þá er liðið ekki að verjast rétt saman,'' sagði Hallgrímur.

Hvað þarf Hallgrímur Jónasson að gera til þess að rífa upp KA liðið?

„Ég þarf að fara að hugsa! Nú koma nokkrar nætur þar sem að ég þarf að liggja og hugsa mig vel um. Af því að við erum með gæðin í leikmannahópnum, við erum með reynsluna. Við erum meira að segja með reynsluna að vera í þessari stöðu, að vera neðarlega, því miður. Það er einfalt mál, það er undir mér komið. Saman með strákunum og þeim sem vinna í kringum liðið að finna lausnir, vera þéttari og fá færri mörk á okkur. Það er okkar vandamál,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner