Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   fim 15. maí 2025 21:49
Daníel Smári Magnússon
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Haddi var ekki hrifinn af varnarleik KA. Skyldi engan undra.
Haddi var ekki hrifinn af varnarleik KA. Skyldi engan undra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég óska Fram til hamingju með að komast áfram. Það er gaman að fara áfram í bikar! En leikurinn er bara þannig að við fáum á okkur of mörg mörk í fyrri hálfleik og erum of brothættir til baka. Fram gengur á lagið og skora ótrúlega auðveld mörk og hefðu getað skorað fleiri,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir svekkjandi 2-4 tap gegn Fram í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 2 -  4 Fram

Eftir að Hallgrímur Mar Steingrímsson hafði komið KA yfir með stórglæsilegri hjólhestaspyrnu datt allur botn úr leik liðsins og Framarar höfðu 1-3 forystu í hálfleik. Mörkin sem að KA liðið fékk á sig voru á háum afslætti.

„Mér finnst mörkin vera rosaleg mistök af okkar hálfu og fleiri atriði þar sem að þeir hefðu getað skorað, þar sem að við gerum bara eiginlega glórulaus mistök. Þetta er eitthvað sem að við þurfum að laga. Við þurfum að verjast betur saman, verjast betur sem lið, því að það er ekki gott ef að það er þannig að einhver einn gerir mistök eða þeir gera rosa vel og leiki á einn mann að það sé alltaf bara komin stórhætta. Þá er liðið ekki að verjast rétt saman,'' sagði Hallgrímur.

Hvað þarf Hallgrímur Jónasson að gera til þess að rífa upp KA liðið?

„Ég þarf að fara að hugsa! Nú koma nokkrar nætur þar sem að ég þarf að liggja og hugsa mig vel um. Af því að við erum með gæðin í leikmannahópnum, við erum með reynsluna. Við erum meira að segja með reynsluna að vera í þessari stöðu, að vera neðarlega, því miður. Það er einfalt mál, það er undir mér komið. Saman með strákunum og þeim sem vinna í kringum liðið að finna lausnir, vera þéttari og fá færri mörk á okkur. Það er okkar vandamál,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner