Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 13:50
Elvar Geir Magnússon
Chelsea biður um að fá að ræða við Lampard
Frank Lampard er líklegastur.
Frank Lampard er líklegastur.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Derby, er talinn líklegastur til að taka við Chelsea en Maurizio Sarri hefur látið af störfum.

Lampard er goðsögn hjá Chelsea en hann á eitt tímabil að baki sem stjóri. Hann kom Derby í úrslitaleik umspils Championship-deildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Aston Villa.

Á leikmannaferli sínum hjá Chelsea vann Lampard ellefu stóra bikara á þrettán ára ferli sínum hjá félaginu.

Ef Lampard tekur við Chelsea mun Jody Morris, aðstoðarmaður hans hjá Derby, líklega fylgja honum. Morris starfaði í fimm ár hjá yngri liðum Chelsea.

Guardian segir að Chelsea hafi beðið Derby um leyfi til að ræða við Lampard.

Chelsea er í tveggja glugga kaupbanni en hefur áfrýjað þeim dómi til alþjóða íþróttadómstólsins.

Patrick Vieira, stjóri Nice, hefur einnig verið orðaður við Chelsea en hann var hetja hjá Arsenal á sínum tíma.

Massimiliano Allegri er laus eftir að hafa hætt hjá Juventus og þá hefur Nuno Espirito Santo hjá Wolves einnig verið nefndur. Úlfarnir hafa náð eftirtektarverðum árangri undir hans stjórn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner