Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 16:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 6. umferð - Í flestum tilfellum er hann okkar besti maður
Lengjudeildin
Davíð Þór Ásbjörnsson
Davíð Þór Ásbjörnsson
Mynd: Hulda Margrét
Kórdrengir eru á góðu skriði í Lengjudeildinni og unnu síðasta fimmtudag sinn þriðja sigur í síðustu fjórum leikjum. Davíð Þór Ásbjörnsson, fyrirliði liðsins, var maður leiksins.

Davíð skoraði bæði mörk liðsins og þar á meðal sigurmark liðsins í uppbótartíma. Davíð er besti leikmaður 6. umferðar að mati Fótbolta.net.

„Rosalegur drifkraftur, tvö mörk, dramatískt sigurmark. Bestur á vellinum," skrifaði Elvar Geir Magnússon um Davíð en Elvar textalýsti leik Kórdrengja og Gróttu.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, var spurður út í Davíð í viðtali eftir leikinn gegn Gróttu.

„Davíð er fyrir mér alltaf frábær, það er að segja hann skilar alltaf öllu sem hann hefur. Stundum ganga hlutirnir upp en í flestum tilfellum er hann okkar besti maður, það er þannig," sagði Davíð Smári við Elvar.

Davíð hefur skorað fjögur mörk í fyrstu sex leikjunum. Hann er fæddur árið 1992, er uppalinn í Fylki en hefur einnig leikið með Þrótti á sínum ferli.

Leikmenn umferðarinnar í Lengjudeildinni:
5. umferð: Kyle McLagan (Fram)
4. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
3. umferð: Gonzalo Zamorano (ÍBV)
2. umferð: Kristófer Óskar Óskarsson (Afturelding)
1. umferð: Pétur Theodór Árnason (Grótta)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner