Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 20:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Ekkert stöðvar Fram
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 5 - 1 Þróttur R.
1-0 Kyle Douglas McLagan ('15 )
1-1 Róbert Hauksson ('28 )
2-1 Þórir Guðjónsson ('30 )
3-1 Guðmundur Magnússon ('40 )
4-1 Guðmundur Magnússon ('45 )
5-1 Þórir Guðjónsson ('51 )
5-1 Samuel George Ford ('65 , misnotað víti)
Lestu nánar um leikinn

Fram er svo gott sem óstöðvandi í Lengjudeild karla en þeir léku á als oddi gegn Þrótturum í kvöld.

Kyle McLagan, sem er búinn að vera algjörlega stórkostlegur í sumar, kom Frömurum yfir eftir 15 mínútna leik en stuttu síðar skoraði Róbert Hauksson og jafnaði fyrir Þrótt.

Sú staða var ekki lengi. Þórir Guðjónsson kom Fram aftur yfir tveimur mínútum síðar og Guðmundur Magnússon bætti við tveimur mörkum fyrir leikhlé.

Þórir var aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleik er hann gerði fimmta mark Fram. Sam Ford fékk tækifæri til að minnka muninn á 65. mínútu, en Ólafur Íshólm varði vítaspyrnu hans frábærlega.

Lokatölur 5-1 fyrir Fram sem ætlar sér ekkert annað en sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Þetta er það lið landsins sem er á hvað mestri siglingu. Fram er með fullt hús stiga eftir sjö leiki og hefur skorað 24 mörk, og fengið á sig fjögur. Þróttur er í tíunda sæti með fjögur stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner