fim 16. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kounde sagður vilja ganga í raðir Barcelona
Jules Kounde
Jules Kounde
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn Jules Kounde er sagður í viðræðum við Barcelona á Spáni en þetta kemur fram í Mundo Deportivo og Radio Catalunya.

Kounde er 23 ára gamall miðvörður er á mála hjá Sevilla en enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea reyndi að kaupa hann á síðasta ári.

Sevilla hafnaði öllum tilboðum Chelsea og ákvað að halda honum í ár til viðbótar til að fá meiri pening fyrir hann.

Nú er spænska félagið reiðubúið að setjast að borðinu og ræða málin en Chelsea hefur verið í bílstjórasætinu hingað til.

Mundo Deportivo og Radio Catalunya greina nú frá því að Kounda ætli sér til Barcelona og að viðræður félagsins við Sevilla séu komnar langt á veg.

Barcelona greiðir 60 milljónir evra fyrir leikmanninn og þá fær Sevilla leikmann frá Börsungum í skiptum.

Kounde er fastamaður í franska landsliðinu og þykir með bestu varnarmönnum spænsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner