Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   sun 16. júlí 2023 16:42
Sölvi Haraldsson
Arnar Halls: Ég skil ekki þessa umræðu
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla

Ég er bara svekktur að hafa tapað þessum leik. Mér fannst við heldur betri í þessum leik en þeir. Við vörðumst þessu horni bara ekki alveg næginlega vel og það hafði þessar afleyðingar.“ sagði Arnar Hallsson, þjálfari Njarðvík, eftir 1-0 tap gegn Ægi í Þorlákshöfn.


Lestu um leikinn: Ægir 1 -  0 Njarðvík

Fannst þér vant baráttuna í þína menn í dag og þá kannski sérstaklega í föstum leikatriðum?

Nei mér fannst það ekki. Það vantaði ekki baráttuna. Þeir voru aðeins físískari en við á þessu augnabliki og það er nóg í fótboltaleikjum að gleyma sér í eitt augnablik.

Fannst þér þetta vera sanngjörn niðurstaða heilt yfir í dag?

Nei alls ekki. Ég var að segja það að mér fannst við heldur betri í leiknum og það er svekkjandi að hafa ekki verið sterkari en þeir á þessu augnabliki í þessari hornspyrnu. En ef þú horfir á leikinn í heild sinni og horfir framhjá því atviki að þá vorum við að skapa fleiri stöður og vorum hættulegri en þeir og átum ekki skilið að tapa hér í dag.

Hvernig metur þú framhaldið í deildinni eftir þetta tap?

Það er bara næsti leikur. Við erum í erfiðri stöðu núna en ég hef fulla trú á því að við höfum getuna og karakterinn til þess að snúa þessu við.“

Hvernig metur þú framtíð þína í dag sem þjálfari Njarðvíkur? Ertu eitthvað búinn að heyra hvernig hún liggur?

Nei ég veit ekkert um það. Það er bara eðlilegt að þeir sem vinna í kringum félagið vilji betri árangur. En ég er sannfærður um það að ég geti snúið þessu gengi. En það er annarra að ákveða það hvort ég sé að vinna gott eða vont starf.“

Finnur þú fyrir einhverri pressu sérstaklega eftir að þessi leikur tapast?

Nei. Ég finn ekki meiri pressu en ég set á mig sjálfan. Maður verður að geta lokað á ytri aðstæður sem geta haft áhrif á mann eða hafa áhrif á mann og blokkerað það út. Blessunarlega var ég þannig sem leikmaður og átti auðvelt með að einbeita mér. Ég er líka þannig sem þjálfari og ég stjórna því sem ég get stjórnað. Það sem ég get ekki stjórnað fer bara sínar leiðir.“

Þú ert kannksi vanur því að fá þessa spurningu en Marc McAusland spilaði ekkert í dag enn eina ferðina, styttist eitthvað í að hann fari í byrjunarliðið?

Ég skil ekki þessa umræðu. Njarðvík er lið og Marc McAusland er einn af leikmönnum liðsins. Ég er ekki spurður afhverju Luqman sé ekki í byrjunarliðinu, ég er ekki spurður að því. Eða með Tómas Bjarka. Ég skil bara ekki þessa umræðu. Pablo Punyed er stundum ekki í byrjunarliðinu hjá Víkingum. Er það eitthvað stórskrýtið? Hafsentarnir sem spiluðu í dag og stóðu sig mjög vel. Marc McAusland er góður leikmaður og hann er okkar leikmaður. En eins og ég er búinn að fara yfir í þremur seinustu leikjunum hefur hafsentaparið staðið sig mjög vel. Ástæðan fyrir því að við töpuðum í dag er ekki útaf þeim og ég tel Alex og Sigurjón vera bestu kostirnir fyrir Njarðvík í dag.“ sagði Arnar Hallsson, þjálfari Njarðvíkur, að leik loknum gegn Ægi.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner