Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 17:48
Elvar Geir Magnússon
Birkir Bjarna æfir með FH
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands, er að æfa með FH um þessar mundir. Birkir er án félags og sagði frá því á dögunum að hann væri að íhuga hvort hann myndi halda áfram í boltanum.

Miðað við þetta virðist hann ætla að halda áfram en samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net hefur ekki verið rætt um það hvort hann gangi mögulega í raðir FH, allavega ekki ennþá.

Íslenski félagaskiptaglugginn opnar á morgun og áhugavert að sjá hvort Birkir, sem er orðinn 37 ára, gæti spilað í Bestu deildinni í sumar.

Birkir lék á síðasta tímabili með Brescia í ítölsku B-deildinni en félagið varð gjaldþrota og hefur verið lagt niður sem atvinnumannafélag.

„Núna er ég aðeins að kíkja í kringum mig og skoða hvað er í boði. Ég þarf náttúrulega að fara að taka ákvörðun um hvort ég ætli að halda áfram að spila eða ekki. Það þarf að vera eitthvað mjög spennandi, annars mun ég ekki nenna því. Ég ákveð þetta í rólegheitunum," sagði Birkir í samtali við Vísi í síðasta mánuði.

Birkir er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Hann lék 113 A-landsleiki en lék síðast í landsliðstreyjunni árið 2022.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 14 7 1 6 22 - 18 +4 22
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
8.    Afturelding 14 5 3 6 17 - 19 -2 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
11.    ÍA 15 5 0 10 16 - 32 -16 15
12.    KA 15 4 3 8 14 - 31 -17 15
Athugasemdir
banner