fös 16. ágúst 2019 10:32
Magnús Már Einarsson
Bróðir Pogba gæti séð Real Madrid kom með tilboð
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, gæti gengið í raðir Real Madrid áður en félagaskiptaglugginn á Spáni lokar 2. september en þetta segir bróðir hans Mathias.

Mathias gekk á dögunum til liðs við CD Manchego sem spilar í spænsku D-deildinni.

Spænskir fjölmiðlar gripu Mathias í viðtal í vikunni og spurðu hvað Zinedine Zidane skortir hjá Real Madrid.

„Bróðir minn," svaraði Mathias og hló. „Ég held í hreinskilni að hann þurfi á miðjumanni að halda."

Real Madrid reyndi við Pogba fyrr í sumar og aðspurður hvort hann búist við að félagið geri aðra tilraun fyrir lok gluggans sagði Mathias: „Já, ekkert er ómögulegt í lífinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner