Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. ágúst 2019 20:59
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: 38 ára gerði sigurmarkið gegn Barca með klippu
Mynd: Getty Images
Athletic Bilbao 1 - 0 Barcelona
1-0 Aritz Aduriz ('89)

Spánarmeistarar Barcelona hefja titilvörnina á tapleik gegn Athletic Bilbao. Hinn 38 ára gamli Aritz Aduriz gerði eina mark leiksins á 89. mínútu með glæsilegri klippu.

Aduriz hafði verið skipt inn á völlinn mínútu fyrr og kórónaði hann flottan leik heimamanna með þessu magnaða marki. Hann varð þar með annar leikmaðurinn í sögu spænska boltans til að skora 15 tímabil í röð, eftir Lionel Messi, sem var ekki með í dag vegna meiðsla.

Börsungar voru meira með boltann í leiknum en heimamenn vörðust vel og áttu furðulega auðvelt með að komast upp völlinn og skapa sér færi.

Hvorugu liði tókst þó að skora fyrr en Aduriz tryggði sínum mönnum dýrmætan sigur.

Luis Suarez fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Þetta eru vöðvameiðsli og ekki talin alvarleg en hann gæti þó misst af einhverjum vikum. Hann verður skoðaður betur um helgina.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 31 24 6 1 67 20 +47 78
2 Barcelona 31 21 7 3 62 34 +28 70
3 Girona 31 20 5 6 63 39 +24 65
4 Atletico Madrid 31 19 4 8 59 36 +23 61
5 Athletic 32 16 9 7 51 30 +21 57
6 Real Sociedad 31 13 11 7 45 33 +12 50
7 Valencia 31 13 8 10 34 32 +2 47
8 Betis 31 11 12 8 38 37 +1 45
9 Getafe 31 9 12 10 37 43 -6 39
10 Villarreal 31 10 9 12 49 54 -5 39
11 Osasuna 31 11 6 14 36 44 -8 39
12 Las Palmas 31 10 7 14 29 35 -6 37
13 Sevilla 31 8 10 13 39 44 -5 34
14 Alaves 31 8 8 15 26 38 -12 32
15 Mallorca 31 6 13 12 25 36 -11 31
16 Vallecano 31 6 13 12 25 38 -13 31
17 Celta 31 6 10 15 33 46 -13 28
18 Cadiz 31 4 13 14 21 41 -20 25
19 Granada CF 32 4 8 20 33 60 -27 20
20 Almeria 31 1 11 19 30 62 -32 14
Athugasemdir
banner
banner
banner