Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 12:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pep: Get ekki svarað því núna
Joao Cancelo er ennþá leikmaður City.
Joao Cancelo er ennþá leikmaður City.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ræddi leikmannamál á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Chelsea sem fram fer á sunnudag.

City varð fyrir áfalli í vikunni þegar kom í ljós að Oscar Bobb er fótbrotinn og verður frá næstu mánuðina. Pep var spurður hvort að City myndi kaupa leikmann í stað Bobb og Julian Alvarez sem seldur var til Atletico Madrid.

„Kannski eða kannski ekki, við sjáum til."

„Ég er mjög ánægður með hópinn sem við höfum. Ég get ekki svarað þessari spurningu núna."


Hann var svo spurður út í Joao Cancelo sem er ennþá leikmaður Manchester City. Hann var lánaður til Bayern á þarsíðasta tímabili og á síðasta tímabili var hann hjá Barcelona.

„Hann er ennþá hjá okkur. Við sjáum til - kannski verður hann áfram eða fer á láni. Hann hefur hegðað sér mjög vel á æfingunum," sagði Guardiola.

Hann var einnig spurður út í Kalvin Phillips sem er að fara á láni til Ipswich.

„Það lítur út fyrir að hann sé á leið á láni til Ipswich. Það er nálægt því að gerast, ég held meira að segja að það sé frágengið. Hann ákvað að fara þangað. Hann þarf á mínútum að halda."

„Við töldum að hann myndi ekki fá þær mínútur hér sem hann á skilið. Hann á möguleika í framtíðinni að koma kannski til baka hingað."

Athugasemdir
banner
banner
banner