Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 15. ágúst 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
Phillips lánaður til Ipswich
Miðjumaðurinn Kalvin Phillips er á leið til nýliða Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni. Um er að ræða lánssamning út tímabilið.

Phillips hefur ekki náð að brjóta sér leið inn í lið Manchester City síðan félagið keypti hann á 45 milljónir punda frá Leeds fyrir tveimur árum.

Hann fór til West Ham á láni seinni hluta síðasta tímabils þegar hann gerði misheppnaða tilraun til að komast í enska landsliðshópinn fyurir EM. Hann stóð ekki undir væntingum og meiðsli settu að auki strik í reikninginn.

Phillips var á bekknum þegar City vann Manchester United í leiknum um Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi, þrátt fyrir að það hafi vantað Rodri.

Lánssamningur City við Ipswich mun ekki innihalda nein ákvæði um kaup á leikmanninum.
Athugasemdir
banner
banner