Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 12:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rodri ekki með gegn Chelsea - Bobb frá í 3-4 mánuði
Rodri varð Evrópumeistari í sumar.
Rodri varð Evrópumeistari í sumar.
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri City, staðfesti á fréttamannfundi þau tíðindi að Oscar Bobb hefði fótbrotnað á æfingu,

Norðmaðurinn er buinn að fara í aðgerð og ætti að snúa til baka á völlinn eftir 3-4 mánuði.

Þá sagði Pep frá því að Rodri væri að æfa með liðinu, væri að taka sína fyrstu viku eftir sumarfrí. Hann tilkynnti að Rodri myndi ekki spila gegn Chelsea á sunnudag. Rodri meiddist í úrslitaleik EM, þurfti að fara af velli í hálfleik.

„Hann er að æfa og honum líður vel. Það er ekki séns að hann verði í hópnum á sunnudag." Rodri er algjör lykilmaður hjá City og tapar örsjaldan þeim leikjum sem hann tekur þátt í.

„Hvíld er í forgangi hjá okkur," segir Pep. Leikmenn sem tóku þátt í úrslitaleik EM komu ekki aftur til æfinga fyrr en í byrjun þessarar viku. „Ég myndi elska að geta gefið mönnum lengra frí, en þetta er eins og það er. Allir vita að við erum ekki upp á okkar besta, en okkur langar að gera vel á sunnudag. Ég held að það séu mörg lið núna sem eru ekki fullkomin."

„Við höfum lært að tímabilið erlangt. Þú verður að vera klár líkamlega og andlega. Til þess að geta það, þá þarftu hvíld. Við reynum að gera okkar besta miðað við stöðuna. Leikmennirnir sem eru til taks verða að gera sitt besta,"
segir Pep.
Athugasemdir
banner
banner