mán 16. september 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Neville tjáir sig um Pogba - „Raiola hefur orðið sér til skammar"
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Gary Neville segir að það sé alveg skýrt að Paul Pogba vilji fara frá Manchester United og hraunar yfir umboðsmann hans, Mino Raiola.

Pogba var orðaður við Real Madrid í sumar og hefur viðurkennt að hann vilji nýja áskorun.

„Allir vita að Paul vill fara annað. Allir vita hver hans skoðun er," sagði Raiola í júlí.

Neville hefur blandað sér í umræðuna en hann sagði við TV2 í Noregi:

„Hann vill fara. Hann hefur gert það alveg ljóst. Umboðsmaður hans er til skammar og hefur verið sér til skammar um alla Evrópu, ekki bara hjá Manchester United," segir Neville.

„Hann býr ekki yfir þeim gildum sem þú vilt hafa hjá þínu félagi. Mín skoðun er sú að Manchester United eigi ekki að semja við hann. Hann reynir að að koma leikmanninum í burtu og reynir svo sjálfur að fá hluta. Þannig vinnur hann."

„Þetta er vond staða fyrir Manchester United, Pogba er einn besti og frægasti leikmaður heims. En í hverri viku eru ný vandamál. Hjá fótboltafélagi þurfa allir að fara í sömu átt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner