Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 17. september 2020 06:00
Fótbolti.net
Umfjöllun samræmdist ekki siðareglum BÍ
Mynd: Fótbolti.net
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur kveðið upp þann úrskurð að þrír starfsmenn Fótbolti.net hafi brotið siðareglur félagsins með því að nafngreina og birta myndir af Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, leikmanni Breiðabliks og Íslenska landsliðsins, í tengslum við umfjöllun um að hún hefði komið til Íslands smituð af Covid-19 veirunni en greinst neikvæð í skimun á landamærunum – sem aftur leiddi til frestunar Íslandsmóts, sóttkvíar knattspyrnuliða og loks breytinga á reglum um sóttvarnir.

Samkvæmt siðareglunum geta brot á þeim verið ámælisverð, alvarleg eða mjög alvarleg. Telst brot starfsmannanna alvarlegt.

Fjölmiðillinn Fótbolti.net var ekki talinn brotlegur við siðareglurnar.

- Uppfært 17. september
- Að ósk lögmanns Andreu Ránar er fréttin endurbirt og úrskurðurinn birtur hér að neðan í heild sinni.

banner
banner
banner