Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 16. nóvember 2022 23:12
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo var næstum farinn til Man City í fyrrasumar
Mynd: EPA

Cristiano Ronaldo er ekki vinsælasti leikmaðurinn í herbúðum Manchester United eftir að hann gaf ítarlegt viðtal við Piers Morgan á dögunum.


Fyrri partur viðtalsins hefur verið birtur á enskum fjölmiðlum og fer Ronaldo þokkalega víðan völl þar sem hann viðurkennir meðal annars að hafa verið nálægt því að ganga í raðir Manchester City áður en hann valdi að snúa aftur til Man Utd í fyrrasumar.

„Ég var nálægt því að ganga í raðir City. Við áttum langar samræður en sagan mín er hjá Manchester United, hjartað mitt. Þess vegna valdi ég Man Utd og auðvitað því Sir Alex Ferguson talaði við mig. Samræðurnar við Ferguson voru lykillinn að því að ég valdi að snúa aftur til United. Ég tók þessa ákvörðun og sé ekki eftir henni," sagði Ronaldo. „Hann sagði við mig að ég mætti einfaldlega ekki fara til Manchester City, hann bannaði mér það."

Man Utd keypti að lokum Ronaldo frá Juventus fyrir um 12 milljónir punda og gaf honum risasamning þrátt fyrir hækkandi aldur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner