Cesc Fábregas hefur verið að gera frábæra hluti í sínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari.
Como er að spila mjög vel undir hans stjórn og vill forseti félagsins halda Fábregas hjá félaginu, en skilur að það sé ekki endilega hægt til frambúðar.
Fábregas var eftirsóttur síðasta sumar þar sem RB Leipzig, Bayer Leverkusen og AC Milan voru meðal annars nefnd til sögunnar, en hann hélt tryggð við Como.
„Cesc hefur aldrei sagt að hann vilji yfirgefa Como. Það var mikið af orðrómum síðasta sumar en ég var rólegur útaf því að hann sagðist aldrei vilja fara," segir Mirwan Suwarso, forseti Como.
„Ég hef sagt við Cesc að ég vill að hann hjálpi til við að finna arftaka sinn ef hann fer frá félaginu."
Fábregas er samningsbundinn Como til sumarsins 2028 og á lítinn hlut í félaginu.
Como er í sjöunda sæti ítölsku deildarinnar sem stendur, með 18 stig eftir 11 umferðir. Sex stigum á eftir toppliðunum.
Athugasemdir

