Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   sun 16. nóvember 2025 12:21
Ívan Guðjón Baldursson
Vináttulandsleikir: Estevao og Casemiro á skotskónum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fór nokkuð af vináttulandsleikjum fram í dag og í gær þar sem ýmsar stórþjóðir stigu á svið.

Brasilía vann 2-0 gegn Senegal í stjörnum prýddum slag þar sem úrvalsdeildarleikmennirnir Estevao og Casemiro skoruðu mörk Brassa.

Ismaila Sarr, Nicolas Jackson og Sadio Mané eru meðal leikmanna sem komu við sögu fyrir sterkt landslið Senegal, á meðan Bruno Guimaraes og Matheus Cunha voru í brasilíska liðinu ásamt Vinícius Júnior og Rodrygo.

Bandaríkin lögðu svo Paragvæ að velli þar sem Giovanni Reyna og Folarin Balogun afgreiddu andstæðingana með sitthvoru markinu.

Gonzalo Tapia og Ben Brereton Díaz skoruðu þá mörkin er Síle lagði Rússland að velli á meðan Gustavo Puerta og Johan Carbonero skoruðu mörkin í sigri Kólumbíu.

Mexíkó gerði einnig markalaust jafntefli við Úrúgvæ í áhugaverðum slag.

Það fóru fleiri leikir fram þar sem Baskaland lagði Palestínu meðal annars að velli með þremur mörkum gegn engu og komst Gorka Guruzeta leikmaður Athletic Bilbao á blað í sínum fyrsta landsleik. Venesúela sigraði gegn Ástralíu og Suður-Afríka fór með sigur af hólmi.

Brasilía 2 - 0 Senegal
1-0 Estevao ('28)
2-0 Casemiro ('35)

Bandaríkin 2 - 1 Paragvæ
1-0 Giovanni Reyna ('4)
1-1 Alex Arce ('10)
2-1 Folarin Balogun ('71)

Rússland 0 - 2 Síle
0-1 Gonzalo Tapia ('37)
0-2 Ben Brereton Diaz ('76)

Kólumbía 2 - 1 Nýja-Sjáland
1-0 Gustavo Puerta ('3)
1-1 Benjamin Old ('80)
2-1 Johan Carbonero ('88)

Mexíkó 0 - 0 Úrúgvæ

Venesúela 1 - 0 Ástralía

Baskaland 3 - 0 Palestína

Gínea 2 - 0 Líbería

Líbía 1 - 0 Máritanía

Kúveit 4 - 3 Tansanía

Lesótó 0 - 0 Malaví

Suður-Afríka 3 - 1 Sambía

Grenada 4 - 1 Jómfrúaeyjar

Athugasemdir
banner
banner