Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. desember 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Pepsi Max-deild karla hefst 22. apríl - Bikarúrslitin eftir mót
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefnt er á að keppni í Pepsi Max-deild karla hefjist miðvikudaginn 22. apríl á næsta ári. Aldrei hefur mótið farið jafn snemma af stað en deildinni mun ljúka 26. september sem er aðeins fyrr en undanfarin ár.

Þetta kemur fram í skýrslu frá fundi formanna og framkvæmdastjóra sem fram fór í síðasta mánuði.

Í skýrslunni kemur einnig fram að lagt sé til að úrslitaleikur Mjólkurbikars karla fari fram eftir að Íslandsmótinu lýkur. Leikurinn hefur undanfarin ár farið fram þegar nokkrar umferðir eru eftir í deildinni.

Hávær umræða hefur verið í gangi um fjölgun leikja í Pepsi Max-deild karla og því gæti mótið hafist ennþá fyrr árið 2021 ef breytingar ganga í gegn á ársþingi KSÍ á næsta ári.

Tíimabil í karlaflokki
Pepsi-deild karla 22. apríl – 26. september
Inkasso-deild karla 2. maí – 19. september
2. deild karla 2. maí – 19. september
3. deild karla 2. maí – 19. september
4. deild karla 15. maí – 22. ágúst + úrslitakeppni

Tímabil í kvennaflokki
Pepsi-deild kvenna 1. maí – 12. september
Inkasso-deild kvenna 7. maí – 12. september
2. deild kvenna 15. maí – 6. september

Mjólkurbikar karla
1. umferð 8. - 9. apríl.
2. umferð 17. - 18. apríl
32-liða úrslit 27. – 28. apríl (Pepsi mætir til leiks)

Mjólkurbikar kvenna
1. umferð 1. – 2. maí
2. umferð 10. – 11. maí
16-liða úrslit 25.-26. maí (Pepsi mætir til leiks)
Athugasemdir
banner
banner