Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. desember 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Býst við að Modric verði með Króatíu á EM
Luka Modric, leikmaður Króatíu.
Luka Modric, leikmaður Króatíu.
Mynd: Getty Images
Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, telur að hinn magnaði Luka Modric verði með Króötum á EM í Þýskalandi 2024, komist liðið þangað. Modric er 37 ára en var frábær á HM og virðist ekkert vera að gefa eftir.

„Ég vona það að hann verði með okkur og ég hreinlega býst við því að hann verði. Luka Modric mun sjálfur ákveða það persónulega. En vitandi hvaða tilfinningar hann ber til landsliðsins og fótboltans er ég nokkuð viss um að hann verði með," segir Dalic.

Króatar leika við Marokkómenn á morgun um bronsið á HM í Katar.

„Í okkar augum er þetta stór úrslitaleikur og stór leikur. Þetta er barátta um medalíu. Marokkó hefur komið mjög á óvart á þessu móti og ég býst við að þeir mæti í leikinn með sama hugarfar og við."

„Þetta verður sjöundi leikurinn okkar á innan við mánuði. Við erum þreyttir og það er lítið á eftir á tanknum. Það eru einhver meiðsli í hópnum; Gvardiol, Juranovic, Brozovic - við þurfum að sjá hvernig þetta þróast," segir Dalic.
Athugasemdir
banner
banner
banner