fös 17. janúar 2020 17:20
Ívan Guðjón Baldursson
Rajko nýr markvarðaþjálfari hjá Stjörnunni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan er búið að staðfesta ráðningu Rajko Stanisic sem markmannsþjálfara bæði í knattspyrnudeild karla og kvenna.

Rajko, 51 árs, þekkir vel til á Íslandi eftir að hafa spilað fyrir Bolungarvík hér á landi og verið svo ráðinn sem markvarðaþjálfari Keflavíkur, þar sem hann starfaði frá 2005 til 2010.

Fyrir tíu árum skipti hann svo yfir til Vals þar sem hann hefur sinnt markvarðaþjálfun síðasta áratuginn.

„Rajko er bikarmeistari með Keflavík árin 2006 og 2008 og var einnig hluti þjálfarateymis Vals sem unnið hefur bikar- og Íslandmeistaratitla undanfarin ár," segir á Facebook síðu Stjörnunnar.

„Hér er því á ferðinni reynslumikill og menntaður UEFA A markvarðaþjálfari. Stjarnan býður Rajko velkominn til starfa!"
Athugasemdir
banner
banner