Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 17. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Toppbaráttuslagur í Madríd
Spænska fótboltahelgin hefst á viðureign Leganes og Getafe í kvöld. Um hádegi á morgun er á dagskrá viðureign Levante og Alaves, áður en stórleikur helgarinnar fer af stað.

Þar mætast Real Madrid og Sevilla í toppbaráttunni en lærisveinar Zinedine Zidane eru vafalaust þreyttir eftir að hafa unnið úrslitakeppni Ofurbikarsins um síðustu helgi.

Real hafði þar betur gegn Valencia í undanúrslitum og sigraði svo nágranna sína í Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum.

Leikmannahópur Sevilla, fimm stigum eftir Real, er aftur á móti úthvíldur. Liðið fékk auðveldan bikarleik um síðustu helgi og vann með fimm marka mun á útivelli.

Atletico Madrid er jafnt Sevilla á stigum og heimsækir fallbaráttulið Eibar í kvöldleiknum. Bæði liðin frá Madríd verða í beinni á Stöð 2 Sport.

Sunnudagurinn hefst á leik nýliða Mallorca gegn Valencia. Real Betis tekur svo á móti Real Sociedad í áhugaverðum slag skömmu áður en Athletic Bilbao mætir Celta Vigo.

Topplið Barcelona mætir svo Granada í síðasta leik helgarinnar á sunnudagskvöldið.

Föstudagur:
20:00 Leganes - Getafe

Laugardagur:
12:00 Levante - Alaves
15:00 Real Madrid - Sevilla (Stöð 2 Sport)
17:30 Osasuna - Valladolid
20:00 Eibar - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport)

Sunnudagur:
11:00 Mallorca - Valencia (Stöð 2 Sport 2)
13:00 Real Betis - Real Sociedad
15:00 Villarreal - Espanyol
17:30 Athletic Bilbao - Celta Vigo (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Barcelona - Granada (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner
banner
banner